Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar fagnar tuttugu ára afmæli á þessu ári. Mikið vatn hefur til sjávar runnið á þessum tíma og miðstöðin hefur tekið breytingum í takti við breyttar áherslur og þjóðfélagsbreytingar.
Brautskráning SÍMEY í gær var sérlega ánægjuleg fyrir Jakob Þór Þórðarson og Guðlaugu Sigríði Tryggvadóttur á Grenivík, því þau brautskráðust bæði, hann sem fisktæknir og hún sem félagsliði.
Sjö félagsliðar og þrír fisktæknar brautskráðust frá SÍMEY við hátíðlega athöfn í dag. Töluvert færri brautskráðust í þetta skipti en venja er að vori sem tengist aðstæðum í samfélaginu vegna Covid faraldursins.
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og fyrirtækið Gerum betur hafa gert með sér samstarfssaming sem felur í sér að Gerum betur býður upp á stafræn námskeið í gegnum heimasíðu sína www.gerumbetur.is.
SÍMEY og þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækið Trappa hafa gert með samning um að fyrirtækið bjóði upp á nám í íslensku í gegnum veraldarvefinn fyrir útlendinga.