Fréttir

Ánægja í annarlok

Þann 17. desember sl. lauk fyrsta áfanga samfélagsfræðslu og íslenskunáms sem SÍMEY býður upp á fyrir hóp kvóttaflóttamanna, hælisleitenda og innflytjenda.

Nítján starfsmenn íþróttamannvirkja luku raunfærnimati

Nítján starfsmenn íþróttamannvirkja á Akureyri, í Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Eyjafjarðarsveit hafa núna á haustönn verið raunfærnimetnir í störfum sínum.

Samfélagsfræðsla og íslenskukennsla fyrir hóp innflytjenda, hælisleitenda og flóttamanna

Þann fjórða október sl. hófst í SÍMEY samfélagsfræðsla og kennsla í íslensku fyrir hóp kvótaflóttamanna, hælisleitenda og innflytjenda. Ahmed Essabiani annast kennsluna en af hálfu SÍMEY heldur Kristín Björk Gunnarsdóttir utan um námið.

Raunfærnimat fyrir starfsfólk íþróttahúsa og sundlaugarverði

Í október nk. býður SÍMEY upp á raunfærnimat fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja – sundlauga og íþróttahúsa – og hafa starfsmenn SÍMEY haldið kynningarfundi að undanförnu fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja á Eyjafjarðarsvæðinu þar sem þessi möguleiki er kynntur.

Boðið upp á tvær námsleiðir á haustönn í samstarfi við Vinnumálastofnun

Núna á haustönn býður SÍMEY upp á tvær námsleiðir fyrir atvinnuleitendur í samstarfi við Vinnumálastofnun. Námsleiðirnar eru annars vegar Stökkpallur og hins vegar Íslensk menning og samfélag og byggja þær báðar á vottuðum námskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Breytt námsfyrirkomulag á þremur námsbrautum

Eins og vera ber er starfsemi SÍMEY núna á haustönn komin í fullan gang. Margt verður með líku sniði og undanfarin ár en þó ekki allt. Í þremur námsleiðum - Menntastoðum, Félagsliðabrú og Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú - hefur námsfyrirkomulaginu verið breytt töluvert.

Klárum þetta saman!

Við leggjum mikla áherslu á gott aðgengi að sóttvörnum, að húsnæði okkar sé þrifið og sótthreinsað eins og best verður á kosið.

Brautskráning í SÍMEY í dag

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar útskrifaði í dag 63 nemendur af sjö námsleiðum, auk þess sem útskrifaðir voru nemendur úr almennri starfshæfni.

Nemendur í Fræðslu í formi og lit sýna verk sín í SÍMEY

Frá og með deginum í dag, fimmtudeginum 3. júní, er opin í SÍMEY sýning á verkum fimm nemenda í myndlistarnáminu Fræðsla í formi og lit, sem er yfirgripsmikið nám í myndlist.

Um þrjú hundruð manns á vefnámskeiðum SÍMEY og Farskólans

Núna á vorönn hafa Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra sameiginlega staðið fyrir ellefu vefnámskeiðum. Um þrjú hundruð manns sóttu námskeiðin.