Vel heppnuð vinnustofa í SÍMEY um Evrópska tungumálarammann
28.júní 2022
Dagana 20. og 21. júní sl. var vinnustofa í SÍMEY um Evrópska tungumálarammann og innleiðingu hans í íslensku sem öðru máli. Í vinnustofunni tóku þátt fulltrúar flestra símenntunarmiðstöðvanna og Menntamálastofnunar. Verkefnastjórar frá Studieskolen í Kaupmannahöfn stýrðu vinnustofunni.