Dagana 20. og 21. júní sl. var vinnustofa í SÍMEY um Evrópska tungumálarammann og innleiðingu hans í íslensku sem öðru máli. Í vinnustofunni tóku þátt fulltrúar flestra símenntunarmiðstöðvanna og Menntamálastofnunar. Verkefnastjórar frá Studieskolen í Kaupmannahöfn stýrðu vinnustofunni.
Þrjátíu og átta nemendur brautskráðust frá SÍMEY 8. júní sl. Brautskráningarnemar voru færri en oft áður enda höfðu fjölmargir nemendahópar lokið námi og útskrifast fyrr á vorönninni, t.d. af íslenskunámskeiðum, vefnámskeiðum og námskeiðum í fyrirtækjaskólum.
Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri í SÍMEY, skrifar grein um raunfærnimat í fisktækni sem birtist í vefriti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Gáttinni, í gær.
Heilbrigðisstofnun Norðurlands, SÍMEY, Farskólinn og Þekkingarnet Þingeyinga hafa undanfarin ár verið í góðu samstarfi um fræðslu og starfsþróun starfsfólks HSN. Það samstarf byggði á Markviss þarfagreiningum sem unnar voru veturinn 2014-2015 á starfssvæði HSN.
Þessa dagana eru á veggjum húsnæðis SÍMEY við Ársstíg á Akureyri myndverk níu nemenda í myndlistarsmiðju sem Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður og kennari, hefur kennt á þessari önn.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kom í heimsókn í SÍMEY á dögunum og kynnti sér starfsemi miðstöðvarinnar og símenntunargeirans almennt.
Starfsemi og rekstur SÍMEY á árinu 2021 markaðist mjög af kóvidfaraldrinum. Umfangið í t.d. námskeiðahaldi og raunfærnimati var vegna faraldursins ekki eins mikið og vonir stóðu til.
Tilfinningagreind og markþjálfun voru meginstefin í námskeiði sem þrír verkefnastjórar hjá SÍMEY, Kristín Björk Gunnarsdóttir, Sandra Sif Ragnarsdóttir og Ingunn Helga Bjarnadóttir sóttu til Puerto de la Cruz á Tenerife dagana 5.-12. mars sl.
Núna á vordögum mun SÍMEY bjóða upp á fyrstu námskeiðin í tæknilæsi fyrir sextíu ára og eldri. Námskeiðin, sem eru kostuð af félags- og vinnumálaráðuneytinu og verða þátttakendum því að kostnaðarlausu, eru liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis fólks sextíu ára og eldra um allt land.