Fréttir

Fjölbreytt starfstengd námskeið og tómstundanámskeið í boði á vorönn við utanverðan Eyjafjörð

Núna á vorönn verða mörg áhugaverð námskeið í boði á vegum SÍMEY í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð – til viðbótar við íslenskunámskeið á Dalvík og í Ólafsfirði. Um er að ræða bæði fjögur starfstengd námskeið og þrjú tómstundanámskeið. Skráning er hafin á öll þessi námskeið, sem eru unnin og boðið upp á í samstarfi við Einingu Iðju, Kjöl og Sameyki. Fyrsta námskeiðið verður haldið í næstu viku, 6. febrúar. Starfsmenntanámskeiðin Fjögur slík námskeið eru í boði við utanverðan Eyjafjörð núna á vorönn og er vert að benda fólki á að starfsmenntasjóðir félagsmanna hjá Einingu-Iðju hjá ríki og sveitarfélögum greiða í mörgum tilfellum fullt þátttökugjald á þessum námskeiðum. Fólk getur fengið um þetta upplýsingar á heimasíðu SÍMEY og hjá viðkomandi starfsmenntasjóðum. Þau starfsmenntanámskeið sem um ræðir eru: Að setja mörk Kennt á skrifstofu Einingar-Iðju á Siglufirði 13. mars kl. 08:30-12:30. Á námskeiðinu verður rætt um samskiptatækni – að setja mörk í lífi og starfi af ábyrgð, vinsemd og festu. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu SÍMEY. Styrkleikar í lífi og starfi Kennt í námsveri SÍMEY í Víkurröst á Dalvík 19. mars kl. 14:00-17:00. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í að þekkja sína eigin styrkleika og nýta sér þá í leik og starfi. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu SÍMEY. Internetið og snjallforrit Kennt á skrifstofu Einingar-Iðju á Siglufirði 18. og 25. mars kl. 17:00-21:00 báða dagana. Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná sem bestum tökum á notkun Internetsins og vinsælustu snjallforritunum Facebook, Instagram og Snapchat. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu SÍMEY. Betri skilningur og bætt samskipti Kennt 16. apríl í námsveri SÍMEY í Víkurröst á Dalvík kl. 09:-12:00 og skrifstofu Einingar-Iðju á Siglufirði kl. 14:00-17:00. Þátttakendur taka DISC könnun sem skilgreinir hvaða persónueiginleikar er sterkir hjá þeim og hvernig þeir geta sér þá frekar. Um leið verður sjónum beint að því hvernig hægt er að nýta sína eiginleika til samskipta við aðra á vinnustað. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu SÍMEY. Tómstundanámskeiðin Þrjú tómstundanámskeið verða í boði við utanverðan Eyjafjörð núna á vorönn og er rétt að undirstrika að stéttarfélögin Eining-Iðja, Kjölur og Sameyki greiða námskeiðsgjöld fyrir þessi námskeið að fullu fyrir sína félagsmenn. En jafnframt ber að taka fram að þessi tómstundanámskeið eru öllum opin og aðrir en félagsmenn ofangreindra félaga geta kannað rétt sinn hjá sínum stéttarfélögum. Þessi þrjú tómstundanámskeið eru: Að varða veginn – verður 2020 þitt besta ár? Kennt í námsveri SÍMEY í Víkurröst á Dalvík 6. febrúar kl. 17:00-20:30. Á námskeiðinu verður horft um öxl en fyrst og fremst horft fram á veginn - til komandi mánuða á árinu 2020. Markmiðið er að þátttakendur hafi í námskeiðslok skýra sýn á hvert þeir vilja stefna á árinu. Á námskeiðinu verður m.a. unnið með þátttakendum með aðferðum markþjálfunar. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu SÍMEY. Matreiðslunámskeið – Miðausturlönd Kennt í Dalvíkurskóla 24. febrúar kl. 17:00-20:00. Rætt verður um hráefni og krydd sem notuð er í matreiðslu í Miðausturlöndum – t.d. Líbanon, Marokko, Sýrlandi, Ísrael, Grikklandi, Tyrklandi og Egyptalandi, búnir til nokkrir smáréttir frá þessum löndum og námskeiðinu lýkur með veislu þar sem fólk nýtur afrakstursins. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu SÍMEY. Grunnatriði hjóla og hjólreiða Kennt í sal Einingar-Iðju á Siglufirði 16. maí kl. 09:12:00. Það hefur sannarlega orðið sprenging um allt land í hjólreiðum á síðustu árum. Á þessu námskeiði verður farikð í ýmislegt áhugavert og hagnýtt í sambandi við hjólreiðar og leiðbeint með val á hjólum, umhirðu þeirra o.fl. Nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu SÍMEY.

Gleðilegt nýtt námsár!

Nýtt ár er gengið í garð og er landsmönnum öllum óskað farsældar á nýju ári. SÍMEY þakkar öllum þeim sem nýttu sér þjónustu okkar á liðnu ári og minnir á að núna á vorönn er fjölmargt áhugavert í boði, bæði styttri námskeið og lengra nám.

Margt í boði hjá SÍMEY á vorönn 2020 - nú er rétti tíminn til að skrá sig!

Þá er daginn tekið að lengja og sólin teygir sig hærra upp á himinhvolfið. Hækkandi sól fylgja m.a. nýjar áskoranir í námi. Ástæða er til að vekja athygli á fjölbreyttu námsframboði SÍMEY á vorönn 2020 og um leið skal undirstrikað að hægt er að sækja um hér á heimasíðunni og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig fyrr en síðar.

Fimmtíu og fjórir brautskráðust

Fimmtíu og fjórir nemendur SÍMEY brautskráðust af ýmsum námsleiðum við hátíðlega athöfn í húsakynnum SÍMEY við Þórsstíg í dag.

Tilkynning vegna veðurs

Starfsemi SÍMEY verður með skertu móti í dag.

Skemmtileg samverustund nemenda og kennara við utanverðan Eyjafjörð

Það er ekki ofsögum sagt að mikil gleði hafi ríkt í Menntaskólanum á Tröllaskaga sl. fimmtudag, 28. nóvember, þegar nemendur og kennarar á íslensku- og spænskunámskeiðum á Dalvík og í Ólafsfirði komu saman og áttu saman ánægjulega stund.

Námskeið SÍMEY í íslensku sem annað mál fá háa einkunn þátttakenda

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni er mikil aðsókn á námskeið SÍMEY í íslensku sem annað mál. Á þessari önn eru námskeiðshóparnir þrettán og eru námskeiðin kennd á Akureyri, Grenivík, Dalvík og í Fjallabyggð.

Fyrsta dyravarðanámskeiðið sem SÍMEY kemur að

Í síðustu viku lauk sex kvölda dyravarðanámskeiði sem SÍMEY og Eining Iðja héldu í samstarfi við Lögregluna á Norðurlandi eystra.

Glíman við latneska stafrófið

Fyrir útlendinga reynist íslenskan almennt erfitt tungumál að læra. Og þegar við bætist að margir sem sækja námskeið í íslensku sem annað tungumál koma úr gjörólíkum mál- og menningarheimum vandast málið því þá þarf fólk að tileinka sér nýtt stafróf, hið latneska, frá grunni.

Samstarf SÍMEY og Einingar-Iðju

Í gær skrifaði Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, undir samstarfssamning við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.