Skipurit

Skipurit

 

Um Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY)

Miðstöðin er sjálfseignarstofnun sem starfar á sviði fullorðinsfræðslu með það að markmiði að efla símenntun í Eyjafirði og auka samstarf atvinnulífs og skóla til að tryggja samkeppnishæfni atvinnulífs á svæðinu og bjóða einstaklingum hagnýta og fræðandi þekkingu á öllum skólastigum. Einnig að veita ráðgjöf til fyrirtækja um símenntun og einstaklingum starfs- og námsráðgjöf.

Fastráðnir starfsmenn SÍMEY í ágúst 2012 eru 13 í 10 stöðugildum en auk þess kenna fjölmargir verktakar hjá SÍMEY og vinna að fjölþættum verkefnum á vegum miðstöðvarinnar.

Í stjórn SÍMEY eiga sæti sjö fulltrúar, sem tilnefndir eru af menntastofnunum, stéttarfélögum, atvinnurekendum, Akureyrarbæ og öðrum sveitarfélögum við Eyjafjörð.  Stjórnarmenn sem kosnir voru til tveggja ára á ársfundi 11. maí 2011 eru:  Arna Jakobína Björnsdóttir, Kili og er hún formaður stjórnar, Svanfríður Inga Jónasdóttir, Dalvíkurbyggð, varaformaður stjórnar, Ingunn Helga Bjarnadóttir, Akureyrarbæ, ritari stjórnar, Helgi Vilberg, Myndlistaskólanum á Akureyri, Þóra Ákadóttir, Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, Karítas Skarphéðinsdóttir Neff, Fjallabyggð, Eiður Stefánsson, Félagi verslunar og skrifstofufólks.

Í varastjórn miðstöðvarinnar sitja: Arnfríður Arnardóttir, Myndlistaskólanum á Akureyri, Valur Knútsson, Landsvirkjun, Matthildur Sigurjónsdóttir, Einingu Iðju, Ingvi Þór Björnsson, Sparisjóði Höfðhverfinga, Jón Hrói Finnsson, Svalbarðsstrandarhreppi og Gunnar Frímannsson, Akureyrarbæ.

Framkvæmdastjóri SÍMEY er Erla Björg Guðmundsdóttir. Staðgengill framkvæmdastjóra er Valgeir Magnússon, verkefnastjóri, náms- og starfsráðgjafi.

Starf SÍMEY skiptist í fjögur svið:

  • Afgreiðsla og bókhald: Tekur á móti viðskiptavinum SÍMEY, sér um símsvörun, ber ábyrgð á eldhúsi og þrifum, auk margþættrar þjónustu við starfsfólk og samstarfsaðila. Sér um reikningagerð og bókhald miðstöðvarinnar.
  • Hús- og tækniumsjón: Hefur umsjón með rekstri húsnæðis og tæknimálum miðstöðvarinnar.
  • Verkefnastjórnun / ráðgjöf: Verkefnastjórar, náms- og starfsráðgjafar miðstöðvarinnar hafa umsjón með skipulagningu lengri og styttri námskeiða fyrir einstaklinga og atvinnulífið í samstarfi við fræðslusjóði, opinbera aðila, fyrirtæki, stofnanir og verkalýðsfélög. Ráðgjafar miðstöðvarinnar vinna að því að veita fólki á öllum aldri ráðgjöf og upplýsingar til að auðvelda ákvarðanatöku vegna náms- og starfsvals. Einnig aðstoða ráðgjafar einstaklinga við að takast á við ýmis verkefni sem tengjast námi og starfsþróun. Ráðgjafar miðstöðvarinnar veita m.a. upplýsingar um nám og störf og aðstoða við að finna námsleiðir og starfsvettvang við hæfi.
  • Námsverið á Dalvík: Er útstöð frá SÍMEY, rekin í sameiningu miðstöðvarinnar og Dalvíkurbyggðar. Þar starfar verkefnastjóri, náms- og starfsráðgjafi við uppbyggingu námsversins, ráðgjöf og þjálfun, kynningu á náms- og starfsráðgjöf í fyrirtækjum, skipulagningu og umsjón með námskeiðahaldi við utanverðan Eyjafjörð, vinnu með fyrirtækjum að aukinni menntun og fagþekkingu starfsmanna auk þess sem starfsmaðurinn þar kemur að Ýmiskonar teymis- og verkefnavinnu með öðrum starfsmönnum SÍMEY.