Fréttir

Gleðilegt nýtt námsár!

Nýtt ár er gengið í garð og er landsmönnum öllum óskað farsældar á nýju ári. SÍMEY þakkar öllum þeim sem nýttu sér þjónustu okkar á liðnu ári og minnir á að núna á vorönn er fjölmargt áhugavert í boði, bæði styttri námskeið og lengra nám.

Margt í boði hjá SÍMEY á vorönn 2020 - nú er rétti tíminn til að skrá sig!

Þá er daginn tekið að lengja og sólin teygir sig hærra upp á himinhvolfið. Hækkandi sól fylgja m.a. nýjar áskoranir í námi. Ástæða er til að vekja athygli á fjölbreyttu námsframboði SÍMEY á vorönn 2020 og um leið skal undirstrikað að hægt er að sækja um hér á heimasíðunni og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig fyrr en síðar.

Fimmtíu og fjórir brautskráðust

Fimmtíu og fjórir nemendur SÍMEY brautskráðust af ýmsum námsleiðum við hátíðlega athöfn í húsakynnum SÍMEY við Þórsstíg í dag.

Tilkynning vegna veðurs

Starfsemi SÍMEY verður með skertu móti í dag.

Skemmtileg samverustund nemenda og kennara við utanverðan Eyjafjörð

Það er ekki ofsögum sagt að mikil gleði hafi ríkt í Menntaskólanum á Tröllaskaga sl. fimmtudag, 28. nóvember, þegar nemendur og kennarar á íslensku- og spænskunámskeiðum á Dalvík og í Ólafsfirði komu saman og áttu saman ánægjulega stund.

Námskeið SÍMEY í íslensku sem annað mál fá háa einkunn þátttakenda

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni er mikil aðsókn á námskeið SÍMEY í íslensku sem annað mál. Á þessari önn eru námskeiðshóparnir þrettán og eru námskeiðin kennd á Akureyri, Grenivík, Dalvík og í Fjallabyggð.

Fyrsta dyravarðanámskeiðið sem SÍMEY kemur að

Í síðustu viku lauk sex kvölda dyravarðanámskeiði sem SÍMEY og Eining Iðja héldu í samstarfi við Lögregluna á Norðurlandi eystra.

Glíman við latneska stafrófið

Fyrir útlendinga reynist íslenskan almennt erfitt tungumál að læra. Og þegar við bætist að margir sem sækja námskeið í íslensku sem annað tungumál koma úr gjörólíkum mál- og menningarheimum vandast málið því þá þarf fólk að tileinka sér nýtt stafróf, hið latneska, frá grunni.

Samstarf SÍMEY og Einingar-Iðju

Í gær skrifaði Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, undir samstarfssamning við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.

Tuttugu og tveir luku raunfærnimati í fisktækni

Fyrr í þessum mánuði luku tuttugu og tveir einstaklingar raunfærnimati í fisktækni hjá SÍMEY. Flestir hafa starfað í fiskvinnslu en einnig voru raunfærnimetnir einstaklingar sem hafa starfað í fiskeldi og við sjómennsku.