Fréttir

Nítjánda suðunámskeiðið

Í dag lauk nítjánda suðunámskeiðinu sem SÍMEY hefur staðið fyrir síðan 2013. Sem fyrr voru kennarar á námskeiðinu Kristján Kristinsson og Stefán Finnbogason, kennarar við málmiðbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Fjölþætt þjónusta fyrir innflytjendur og flóttafólk

SÍMEY leggur áherslu á fjölþætta þjónustu fyrir innflytjendur og flóttafólk, til þess að ná til sem flestra sem vilja læra íslensku sem annað mál og fræðast um íslenskt samfélag.

Mikil ánægja með námskeið í tæknilæsi

Síðastliðið vor var ýtt úr vör á starfssvæði SÍMEY námskeiðum í tæknilæsi fyrir sextíu ára og eldri. Námskeiðin eru hluti af landsátaki, kostað af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og þátttakendum að kostnaðarlausu, til þess að efla tæknilæsi fólks.

Samstarfsverkefni SÍMEY, Mímis, Austurbrúar og Studieskolen um kennslu í íslensku sem annað mál

Á undanförnum mánuðum hefur verið meiri þungi í umræðu í samfélaginu en oft áður um íslensku sem annað mál og hvernig beri að auka færni erlends fólks í íslensku til þess að auðvelda því að taka virkan þátt í samfélaginu.

Unnið að undirbúningi náms í ferðaþjónustu

Horft er til þess að áður en langt um líður, helst haustið 2023, verði unnt að bjóða upp á námslínu í ferðaþjónustu í bæði framhaldsfræðslunni og á framhaldsskólastigi. Að þessu verkefni hefur lengi verið unnið og hefur SÍMEY haldið utan um verkefnið.

Vel heppnaður haustfundur á Akureyri

Um hundrað manns sóttu sameiginlegan haustfund Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem var haldinn í SÍMEY sl. þriðjudag og í gær, 27.-28. september.

Sameiginlegur haustfundur Kvasis og FA á Akureyri

Dagana 27. og 28. september nk. verður í húsakynnum SÍMEY á Akureyri haldinn sameiginlegur haustfundur Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þar sem verður fjallað um fjölmargt áhugavert í framhaldsfræðslunni.

SÍMEY fær endurnýjaða viðurkenningu fræðsluaðila til næstu þriggja ára

Í þessari viku fékk SÍMEY endurnýjaða viðurkenningu sem fræðsluaðili til næstu þriggja ára.

SÍMEY kom að undirbúningi og framkvæmd landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga

Þann 15. september sl. efndu Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga til árlegs landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. SÍMEY kom að undirbúningi og framkvæmd fundarins, sem sóttu um 70 manns frá tæplega þrjátíu sveitarfélögum.

Sjö starfsmenn íþróttamannvirkja luku raunfærnimati

Þann 5. september sl. var formleg brautskráning sjö starfsmanna íþróttamannvirkja á Akureyri, Dalvík og í Hrísey úr raunfærnimati.