Ánægjuleg heimsókn starfsfólks Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi í SÍMEY
21.september 2020
Símenntunarmiðstöðvar landsins, sem eru ellefu talsins, eiga með sér mjög gott samstarf á ýmsum sviðum. Áherslurnar eru að sumu leyti ólíkar sem helgast af mismunandi áherslum í atvinnulífi svæðanna en fjölmargt eiga þær sameiginlegt.