Fréttir

Streita og kulnun rædd frá ýmsum hliðum á Forvarnardegi SÍMEY og Streituskólans í Hofi 17. október

Í næstu viku, nánar tiltekið fimmtudaginn 17. október, standa SÍMEY og Streituskólinn fyrir málþingi í Menningarhúsinu Hofi sem ber yfirskriftina Forvarnardagur Streituskólans og SÍMEY.

Forvarnardagur Streituskólans og SÍMEY

Fimmtudaginn 17. október halda SÍMEY og Streituskólinn málþing í Hofi um forvarnir gegn streitu og kulnun. Málþingið er ætlað stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja. Dagskrá málþingsins er meðfylgjandi. Skráning á málþingið fer fram hér!

Viðamikil og fróðleg skýrsla RHA um menntunarþörf á starfssvæði Eyþings

Í sumarbyrjun kom út skýrsla á vegum Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem ber yfirskriftina Menntunarþörf í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum – könnun meðal fyrirtækja og stofnana á starfssvvæði Eyþings.

Gott og áhugavert verkefni með ferðaþjónustufyrirtækjum í Eyjafjarðarsveit

Á vormánuðum 2017 fékk SÍMEY styrk kr. 2.850.000 úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu til þess að þróa líkan fyrir starfsþróun lítilla fyrirtækja og/eða einyrkja í ferðaþjónustu. Verkefnið tók til ferðaþjónustufyrirtækja í Eyjafjarðarsveit og var Ferðamálafélag Eyjafjarðar samstarfsaðili í verkefninu.

Mikið umfang á haustönn í símenntun við utanverðan Eyjafjörð

Það verður sannarlega í mörg horn að líta í símenntun við utanverðan Eyjafjörð á þessu hausti – bæði í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Fjölbreytt nám í boði hjá SÍMEY á haustönn 2019

Sem endranær verður margt í boði á haustönn 2019 hjá SÍMEY. Nú þegar liggur fyrir í megindráttum hvert námsframboðið verður á önninni en eitthvað mun þó bætast við í haust.

SÍMEY fær nýsköpunar- og þróunarstyrk úr Fræðslusjóði

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar fékk nýverið úthlutað nýsköpunar- og þróunarstyrk úr Fræðslusjóði að upphæð 3 milljónir króna til þess að þróa matstæki sem gerir fólki kleift að fá greiningu á almennri starfshæfni sinni.

Tíu starfsmenn í sjávarútvegi við utanverðan Eyjafjörð luku raunfærnimati í fisktækni

Í gær, mánudaginn 24. júní, útskrifaði SÍMEY tíu manna hóp við utanverðan Eyjafjörð úr raunfærnimati í fisktækni.

Frábært nám sem höfðaði sterkt til mín

Dalvíkingurinn Guðbjörg Stefánsdóttir var í hópi nemenda sem lauk námi af leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú hjá SÍMEY í síðustu viku. Þetta er fjögurra anna nám sem Guðbjörg segist hæstánægð með að hafa drifið sig í.

Öflugri út í lífið

Ég mun taka mikið með mér úr þessu námi. Tölvukunnáttan hefur aukist til mikilla muna, gerð auglýsinga er mikið markvissari en áður, markaðsfræðin gerði mjög mikið fyrir mig og kenndi mér að nýta samfélagsmiðla og auglýsingasíður mun betur.