Fréttir

Forstöðumenn símenntunarmiðstöðva funduðu á Egilsstöðum

Árlegur fundur Símenntar – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva var haldinn á Egilsstöðum 13. apríl sl. Til fundarins komu forstöðumenn þeirra ellefu símenntunarmiðstöðva sem mynda samtökin og fóru vítt og breitt yfir málefni framhaldsfræðslunnar í landinu.

Rafrænn skóli velferðarsviðs Akureyrarbæjar

Á undanförnum tveimur árum hefur SÍMEY annast verkefnastjórn við uppsetningu tveggja rafrænna skóla, annars vegar hjá Sæplasti á Dalvík – Sæplastskólinn – og nú hefur verið opnaður rafrænn skóli fyrir starfsfólk velferðarsviðs Akureyrarbæjar.

LOFTUM - verkefni í loftslags- og umhverfismálum

Nýverið fékk LOFTUM verkefnið aukið fjármagn úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra til þess að bjóða í haust upp á fræðslu í loftslags- og umhverfismálum fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa sveitarfélaga sem eiga aðild að SSNE - samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Nítjánda suðunámskeiðið

Í dag lauk nítjánda suðunámskeiðinu sem SÍMEY hefur staðið fyrir síðan 2013. Sem fyrr voru kennarar á námskeiðinu Kristján Kristinsson og Stefán Finnbogason, kennarar við málmiðbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Fjölþætt þjónusta fyrir innflytjendur og flóttafólk

SÍMEY leggur áherslu á fjölþætta þjónustu fyrir innflytjendur og flóttafólk, til þess að ná til sem flestra sem vilja læra íslensku sem annað mál og fræðast um íslenskt samfélag.

Mikil ánægja með námskeið í tæknilæsi

Síðastliðið vor var ýtt úr vör á starfssvæði SÍMEY námskeiðum í tæknilæsi fyrir sextíu ára og eldri. Námskeiðin eru hluti af landsátaki, kostað af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og þátttakendum að kostnaðarlausu, til þess að efla tæknilæsi fólks.

Samstarfsverkefni SÍMEY, Mímis, Austurbrúar og Studieskolen um kennslu í íslensku sem annað mál

Á undanförnum mánuðum hefur verið meiri þungi í umræðu í samfélaginu en oft áður um íslensku sem annað mál og hvernig beri að auka færni erlends fólks í íslensku til þess að auðvelda því að taka virkan þátt í samfélaginu.

Unnið að undirbúningi náms í ferðaþjónustu

Horft er til þess að áður en langt um líður, helst haustið 2023, verði unnt að bjóða upp á námslínu í ferðaþjónustu í bæði framhaldsfræðslunni og á framhaldsskólastigi. Að þessu verkefni hefur lengi verið unnið og hefur SÍMEY haldið utan um verkefnið.

Vel heppnaður haustfundur á Akureyri

Um hundrað manns sóttu sameiginlegan haustfund Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem var haldinn í SÍMEY sl. þriðjudag og í gær, 27.-28. september.

Sameiginlegur haustfundur Kvasis og FA á Akureyri

Dagana 27. og 28. september nk. verður í húsakynnum SÍMEY á Akureyri haldinn sameiginlegur haustfundur Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þar sem verður fjallað um fjölmargt áhugavert í framhaldsfræðslunni.