Sóttu námskeið í tilfinningagreind og markþjálfun í Puerto de la Cruz á Tenerife
12.apríl 2022
Tilfinningagreind og markþjálfun voru meginstefin í námskeiði sem þrír verkefnastjórar hjá SÍMEY, Kristín Björk Gunnarsdóttir, Sandra Sif Ragnarsdóttir og Ingunn Helga Bjarnadóttir sóttu til Puerto de la Cruz á Tenerife dagana 5.-12. mars sl.