Afar jákvætt mat þátttakenda á íslenskunámskeiðum
18.júní 2024
„Það kemur meðal annars skýrt fram í mati á námskeiðunum að þátttakendur eru mjög ánægðir með hvernig staðið er að kennslunni, tengsl nemenda og kennara og tengsl nemenda innbyrðis og hvernig námskeiðin hafi aukið hagnýtan orðaforða þátttakenda í íslensku,“ segir Sigurlaug Indriðadóttir Unnardóttir verkefnastjóri í SÍMEY.