Fréttir

Vel heppnaður haustfundur á Akureyri

Um hundrað manns sóttu sameiginlegan haustfund Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem var haldinn í SÍMEY sl. þriðjudag og í gær, 27.-28. september.

Sameiginlegur haustfundur Kvasis og FA á Akureyri

Dagana 27. og 28. september nk. verður í húsakynnum SÍMEY á Akureyri haldinn sameiginlegur haustfundur Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins þar sem verður fjallað um fjölmargt áhugavert í framhaldsfræðslunni.

SÍMEY fær endurnýjaða viðurkenningu fræðsluaðila til næstu þriggja ára

Í þessari viku fékk SÍMEY endurnýjaða viðurkenningu sem fræðsluaðili til næstu þriggja ára.

SÍMEY kom að undirbúningi og framkvæmd landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga

Þann 15. september sl. efndu Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga til árlegs landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. SÍMEY kom að undirbúningi og framkvæmd fundarins, sem sóttu um 70 manns frá tæplega þrjátíu sveitarfélögum.

Sjö starfsmenn íþróttamannvirkja luku raunfærnimati

Þann 5. september sl. var formleg brautskráning sjö starfsmanna íþróttamannvirkja á Akureyri, Dalvík og í Hrísey úr raunfærnimati.

Viðtal við Valgeir á Rás 1

Á Morgunvaktinni á Rás 1 17. ágúst sl. var viðtal við Valgeir B. Magnússon um starfsemina og hvað sé framundan.

Vel heppnuð vinnustofa í SÍMEY um Evrópska tungumálarammann

Dagana 20. og 21. júní sl. var vinnustofa í SÍMEY um Evrópska tungumálarammann og innleiðingu hans í íslensku sem öðru máli. Í vinnustofunni tóku þátt fulltrúar flestra símenntunarmiðstöðvanna og Menntamálastofnunar. Verkefnastjórar frá Studieskolen í Kaupmannahöfn stýrðu vinnustofunni.

Vorbrautskráning SÍMEY 8. júní 2022

Þrjátíu og átta nemendur brautskráðust frá SÍMEY 8. júní sl. Brautskráningarnemar voru færri en oft áður enda höfðu fjölmargir nemendahópar lokið námi og útskrifast fyrr á vorönninni, t.d. af íslenskunámskeiðum, vefnámskeiðum og námskeiðum í fyrirtækjaskólum.

Kristín Björk með grein um raunfærnimat í fisktækni í Gáttinni

Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri í SÍMEY, skrifar grein um raunfærnimat í fisktækni sem birtist í vefriti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Gáttinni, í gær.

Farsælt samstarf þriggja símenntunarmiðstöðva og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, SÍMEY, Farskólinn og Þekkingarnet Þingeyinga hafa undanfarin ár verið í góðu samstarfi um fræðslu og starfsþróun starfsfólks HSN. Það samstarf byggði á Markviss þarfagreiningum sem unnar voru veturinn 2014-2015 á starfssvæði HSN.