Fréttir

Efling íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur á starfssvæði SSNE

Það er kunnara en frá þurfi að segja að á síðustu árum og misserum hefur kennsla í íslensku sem öðru máli aukist að umfangi í takti við fjölgun fólks hér á landi af erlendum uppruna. Þetta á við um SÍMEY og aðrar símenntunarmiðstöðvar landsins og það sama gildir um grunn- og framhaldsskólastigið.

Ársfundur SÍMEY 2024 í dag

Rekstur SÍMEY á árinu 2023 var í góðu jafnvægi. Rekstrarniðurstaðan var jákvæð um 95 þúsund krónur. Rekstrartekjur á árinu voru 241,3 milljónir króna en rekstrargjöld 245,5 milljónir. Fjármagnstekjur námu 4,3 milljónum króna. Þetta kom fram á ársfundi SÍMEY í húsakynnum miðstöðvarinnar í dag.

Finnið leiðir til að tala íslensku!

Rætur íslenskuátaksins Gefum íslensku séns eru hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Hugmyndasmiðurinn Ólafur Guðsteinn Kristjánsson er verkefnastjóri íslenskunáms við Háskólasetrið og auk þess aðjúnkt við Háskóla Íslands þar sem hann fjarkennir hagnýta íslensku sem annað mál.

Áhugavert og spennandi

„Verkefnin í SÍMEY eru mjög spennandi og áhugaverð og starfið hér er umfangsmeira og fjölbreyttara en ég gerði mér grein fyrir,“ segir Sigurlaug Indriðadóttir Unnardóttir, sem hóf störf hjá SÍMEY sem verkefnastjóri/ráðgjafi fyrr í þessum mánuði.

IÐAN fræðslusetur greiðir námskeiðsgjöld fyrir félagsmenn sex stéttarfélaga

Frá því hefur verið gengið að IÐAN fræðslusetur greiðir námskeiðsgjöld fyrir félagsmenn sex stéttarfélaga í iðngreinum fyrir ýmis opin námskeið sem SÍMEY og Farskólinn á Norðurlandi vestra bjóða upp á.

Nám á félagsliðabrú eða leikskólaliða og stuðningsfulltrúabrú

Langar þig að starfa sem félagsliði eða leikskólaliði og/eða stuðningsfulltrúi? Flestum sem sækja um námið stendur til boða að fara í raunfærnimat sem kemur til styttingar á náminu hjá SÍMEY. Hafðu samband ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á!

Mikilvægt að gefa íslenskunni séns!

Tveir af nemendunum sem tóku þátt í Gefum íslensku séns – viðburði í SÍMEY í gær eru Flora Neumann frá Þýskalandi og Peter Höller frá Austurríki.

MA-nemar gefa íslensku séns í SÍMEY

SÍMEY leitast stöðugt við að hafa fjölbreytni að leiðarljósi í kennslu í íslensku fyrir fólk af erlendum uppruna. Í gær var kennslan undir formerkjum Gefum íslensku séns, sem er hugmyndafræði sem upphaflega má rekja til Háskólaseturs Vestfjarða.

Kynntu sér leyndardóma MIG-MAG málmsuðunnar

Fyrir sjö árum, í janúar 2017, kom Mohamad J. Naser til Akureyrar með fjölskyldu sinni frá Sýrlandi. Viðbrigðin voru að vonum mikil og fyrir fjölskylduna var landið eins framandi og öðruvísi og hugsast getur, menningin og hið daglega líf, að ekki sé talað um veðrið.

Anna María Jónsdóttir ráðin verkefnastjóri í SÍMEY

Þann 1. febrúar sl. hóf Anna María Jónsdóttir störf sem verkefnastjóri í SÍMEY. Meðal verkefna sem hún hefur á sinni könnu eru vottaðar námsleiðir, raunfærnimat, fagbréf atvinnulífsins og nemendabókhaldskerfi.