Fréttir

Hátíðleg brautskráning í SÍMEY í dag

Það var hátíð í bæ í SÍMEY í dag á brautskráningarhátíð. Vel var mætt til brautskráningarinnar og veðurguðirnir voru í hátíðarskapi. Þrjátíu og þrír nemendur úr sex námsleiðum útskrifuðust í dag.

Sýning á verkum nemenda í Fræðslu í formi í lit

Fræðsla í formi og lit hefur í mörg ár verið einn af föstum liðum í starfi SÍMEY. Námið byggir á námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og hefur það að markmiði að auka færni þátttakenda í myndlist, listasögu og skapandi starfi.

Sýning á vegum Fjölmenntar

Laugardaginn 13. maí opnar sýningin Ljómar í Mjólkubúðinni.

Fjölbreytt og skemmtilegt

Helena Sif Guðmundsdóttir er nýr starfsmaður SÍMEY. Hún hóf störf um miðjan apríl sem náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri í 50% starfshlutfalli.

Ársfundur SÍMEY 2023 - reksturinn í jafnvægi á árinu 2022

Framhaldsfræðslan í landinu fór ekki varhluta af kóvidfaraldrinum síðustu þrjú árin. Samkomutakmarkanir vegna faraldursins á fyrri hluta ársins 2022 voru einn af þeim þáttum sem gerðu það að verkum að samdráttur varð í starfsemi SÍMEY – m.a. fjölda námskeiða – á árinu.

Forstöðumenn símenntunarmiðstöðva funduðu á Egilsstöðum

Árlegur fundur Símenntar – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva var haldinn á Egilsstöðum 13. apríl sl. Til fundarins komu forstöðumenn þeirra ellefu símenntunarmiðstöðva sem mynda samtökin og fóru vítt og breitt yfir málefni framhaldsfræðslunnar í landinu.

Rafrænn skóli velferðarsviðs Akureyrarbæjar

Á undanförnum tveimur árum hefur SÍMEY annast verkefnastjórn við uppsetningu tveggja rafrænna skóla, annars vegar hjá Sæplasti á Dalvík – Sæplastskólinn – og nú hefur verið opnaður rafrænn skóli fyrir starfsfólk velferðarsviðs Akureyrarbæjar.

LOFTUM - verkefni í loftslags- og umhverfismálum

Nýverið fékk LOFTUM verkefnið aukið fjármagn úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra til þess að bjóða í haust upp á fræðslu í loftslags- og umhverfismálum fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa sveitarfélaga sem eiga aðild að SSNE - samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.

Nítjánda suðunámskeiðið

Í dag lauk nítjánda suðunámskeiðinu sem SÍMEY hefur staðið fyrir síðan 2013. Sem fyrr voru kennarar á námskeiðinu Kristján Kristinsson og Stefán Finnbogason, kennarar við málmiðbraut Verkmenntaskólans á Akureyri.

Fjölþætt þjónusta fyrir innflytjendur og flóttafólk

SÍMEY leggur áherslu á fjölþætta þjónustu fyrir innflytjendur og flóttafólk, til þess að ná til sem flestra sem vilja læra íslensku sem annað mál og fræðast um íslenskt samfélag.