Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar – stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, tók á sínum tíma þátt í stofnun SÍMEY og hefur setið í stjórn frá upphafi, þar af sem stjórnarformaður frá 2003.
Aldarfjórðungur er liðinn frá stofnun Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar – SÍMEY. Af því tilefni var efnt til samsætis í húsakynnum SÍMEY í dag þar sem ávörp voru flutt og gestir nutu afmæliskræsinga.
Starfsemi SÍMEY gekk almennt vel á síðasta ári og rekstrarafkoman var betri en undanfarin ár. Þetta kom fram á ársfundi SÍMEY í húsnæði miðstöðvarinnar á Akureyri í dag.
Núna á vordögum hefur verið mikið um að vera í próftöku hjá SÍMEY. Á undanförnum árum hefur SÍMEY boðið upp á þá þjónustu að nemendur sem eru búsettir hér á svæðinu eða dvelja hér en stunda nám í hinum ýmsum skólum, bæði hér á landi og erlendis, geta tekið próf í húsakynnum SÍMEY.
Til margra ára hefur SÍMEY boðið upp á raunfærnimat og hefur miðstöðin að jafnaði raunfærnimetið um fimmtíu manns á ári. Helena Sif Guðmundsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri, segir ástæðu til þess að vekja athygli á þessum möguleika, allt of fáir geri sér grein fyrir hvað í raunfærnimatinu felst og hvað það getur gefið fólki.
Tólf dyraverðir voru brautskráðir í gærkvöld í SÍMEY eftir sex kvölda námskeið þar sem farið var yfir ýmislegt sem dyravörðum er nauðsynlegt að kunna skil á í starfi sínu.
SÍMEY hefur lengi haldið slík dyravarðanámskeið í samvinnu við Einingu-Iðju og lögregluna á Norðurlandi eystra, sum árin eitt námskeið, stundum tvö á ári.
Á þessu ári fagnar Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) 25 ára afmæli sínu. Tímamótanna verður minnst í tengslum við ársfund miðstöðvarinnar 22. maí nk.
Þessa viku eru fræðsludagar Velferðarsviðs Akureyrarbæjar í SÍMEY þar sem starfsfólk sviðsins fær fræðslu af ýmsum toga. Hver starfsmaður er í 3,5 tíma fræðslu, annað hvort fyrir eða eftir hádegi. Þessir fræðsludagar eru hluti nýrrar sex anna fræðsluáætlunar sem hefur verið unnið að á síðustu misserum fyrir starfsfólk Velferðarsviðs Akureyraræjar.
Í LOFTUM skólanum, sem er rafrænn skóli í loftslags- og umhverfismálum, hafa starfsmenn sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar á Norðurlandi eystra, endurgjaldslausan aðgang að fjölbreyttri fræðslu í þessum málaflokki.