Fréttir

Jenný Gunnarsdóttir verkefnastjóri Fjölmenntar

Jenný Gunnarsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá SÍMEY sem verkefnastjóri Fjölmenntar og einnig hefur hún á sinni könnu skipulagningu nýs tilraunaverkefnis á landsvísu fyrir fólk með skerta starfsgetu.

Námskeið um heilsueflingu fyrir starfsfólk grunnskóla Akureyrarbæjar

Undanfarin ár hefur SÍMEY átt gott samstarf við fræðslu- og lýðheilsusvið Akureyrarbæjar og starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Mannauðssjóð Kjalar um fræðsluverkefni fyrir grunnskóla Akureyrarbæjar.

Vetrarstarfið að hefjast - fjórar lengri námsleiðir í boði á haustönn

Eins og endranær verður fjölmargt áhugavert í boði hjá SÍMEY núna á haustönn. Undirbúningur fyrir veturinn er í fullum gangi og áður en langt um líður hefst nám á hinum ýmsu námsleiðum og boðið verður upp á ýmis námskeið.

Mikil ánægja með fyrstu Skólasmiðjuna

Núna á vorönn bauð SÍMEY í fyrsta skipti upp á nám sem ber yfirskriftina Skólasmiðja og er 100 klukkustunda nám ætlað fólki af erlendum uppruna sem hefur hug á því að starfa í blönduðum störfum í leik- og grunnskólum.

Afar jákvætt mat þátttakenda á íslenskunámskeiðum

„Það kemur meðal annars skýrt fram í mati á námskeiðunum að þátttakendur eru mjög ánægðir með hvernig staðið er að kennslunni, tengsl nemenda og kennara og tengsl nemenda innbyrðis og hvernig námskeiðin hafi aukið hagnýtan orðaforða þátttakenda í íslensku,“ segir Sigurlaug Indriðadóttir Unnardóttir verkefnastjóri í SÍMEY.

Tungumálamarkþjálfun virkar vel

Núna á vorönn stóð SÍMEY fyrir afar áhugaverðu námi í markþjálfun í tungumálanámi (Language Coaching) sem Stine Hesager Lema, þróunarráðgjafi og tungumálaþjálfi í hæfnimiðstöð Studieskolen í Kaupmannahöfn, kenndi.

Menntun er lífsins vegferð - vorbrautskráning SÍMEY 6. júní

„Það er ætíð gleðiefni að ljúka áföngum í lífinu, að ljúka námi, af hvaða tagi sem er, þá er tími til að staldra við, líta yfir farinn veg og ígrunda aðeins hverju við höfum bætt við okkur,“ sagði Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri SÍMEY, m.a. í ávarpi á vorbrautskráningu í húsakynnum SÍMEY 6. júní sl.

Sýning á verkum nemenda í Fræðslu, formi og lit

Punkturinn yfir i-ið hjá nemendum í myndlistarnáminu Fræðsla í formi og lit er sýning á verkum sem þeir hafa unnið í vetur. Sýningin var opnuð í dag í Gallerí SÍMEY og munu verkin prýða veggi húsnæðis SÍMEY við Þórsstíg 4 á Akureyri til 6. júní nk. Allir eru velkomnir á sýninguna á opnunartíma SÍMEY.

Gefum íslensku séns - í ferðaþjónustu

Í vetur hefur SÍMEY í auknum mæli lagt áherslu á hugmyndafræðina Gefum íslensku séns, sem Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri íslenskunáms við Háskólasetur Vestfjarða, er upphafsmaðurinn að. Grunnstefið í Gefum íslensku séns er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku.

Starfsfólk SÍMEY sótti ráðstefnu á Írlandi um raunfærnimat og heimsótti símenntunarmiðstöðvar

Dagana 6. til 11. maí sl. sóttu átta af tíu starfsmönnum SÍMEY Írland heim og sátu þar m.a. ráðstefnu um raunfærnimat. Ferðin fékk Evrópustyrk úr Erasmus styrkjaáætlun ESB. Einnig voru heimsóttar símenntunarmiðstöðvar og púlsinn tekinn á því hvernig Írar vinna að fræðslu fullorðinna.