Fréttir

Símenntun og atvinnulífið

Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum.

Þrettán nemendur brautskráðir úr náminu "Stökkpalli"

Í gær, 5. janúar, brautskráði SÍMEY þrettán nemendur á aldrinum 20-30 ára úr náminu „Stökkpalli“. Námið, sem er ætlað þeim sem hafa horfið frá námi og/eða eru án atvinnu, hófst 19. október sl. og var í það heila 180 klukkustundir.

Boðið upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra - samstarfssamningur SÍMEY og Ekils ökuskóla

Á grunni samnings milli SÍMEY og Ekils ökuskóla á Akureyri, sem var staðfestur í dag, verður boðið upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra í SÍMEY núna á vormisseri.

SÍMEY brautskráði 57 nemendur í dag

Í dag brautskráði Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar 57 nemendur af ýmsum námsbrautum við hátíðlega athöfn í húsakynnum SÍMEY við Þórsstíg.

SÍMEY hefur umsjón með hæfnigreiningum í fiskvinnslu

SÍMEY hefur að undanförnu unnið að svokallaðri hæfnigreiningu á tveimur störfum í fiskvinnslu – annars vegar starfi flokksstjóra og hins vegar starfi gæðaeftirlitsmanns. Hæfnigreiningar eru liður í því að skilgreina menntunarþarfir viðkomandi starfshóps og um leið að festa á blað greinargóða lýsingu á því sem viðkomandi starf felur í sér.

Nemendur sýna myndverk sín í "Gallerí SÍMEY"

Um liðna helgi var formlega opnuð myndlistarsýning nemenda í náminu „Fræðsla í formi og lit“, 200 klukkustunda nám sem þátttakendur hófu í janúar sl. og ljúka formlega með útskrift 18. desember nk.

Stórt og mikilvægt verkefni

Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“

Verkefni um fræðslu starfsfólks í ferðaþjónustu

Með miklum vexti ferðaþjónustunnar í landinu eykst þörf fyrir fræðslu starfsmanna í greininni. Þörfin er til staðar en hún er mismunandi eftir eðli ólíkra fyrirtækja í greininni. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, sem er vistað hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og var ýtt úr vör í byrjun þessa árs, hefur það beinlínis að markmiði að auka hæfni starfsfólks í ferðaþjónustu.

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti námsver SÍMEY á Dalvík

Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra heimsótti námsver SÍMEY á Dalvík á Degi íslenskrar tungu og kynnti sér þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram.

Skráning á vorönn í fullum gangi - er ekki upplagt að gefa námskeið í jólagjöf?

Skráning á námskeið á vorönn er í fullum gangi og er óhætt að segja að hún hafi almennt farið mjög vel af stað. Það er því full ástæða til þess að benda fólki á að geyma ekki að skrá sig til þess að tryggja að það fái pláss á námskeiðunum.