Fólk hefur áhuga á innleiðingu hringrásarhagkerfisins
28.nóvember 2023
Sveitarfélögin eru misjafnlega langt komin í umhverfismálum. Það er ekki vegna þess að þau hafi misjafnlega mikinn áhuga á þessum málaflokki, því enn sem komið er hef ég ekki hitt einn einasta sveitarstjórnarmann sem hefur engan áhuga á innleiðingu hringrásarhagkerfisins. En vissulega getur margt í umhverfismálunum verið ruglingslegt fyrir fólk. Umhverfismálin eru verkefni sem hvorki byrjar né endar, það gengur í hring.