Fréttir

Sumarlokun

Sumarlokun er í gildi hjá SÍMEY til 6.ágúst. We close for summer until 6.august.

Mikil ánægja með fyrstu Skólasmiðjuna

Núna á vorönn bauð SÍMEY í fyrsta skipti upp á nám sem ber yfirskriftina Skólasmiðja og er 100 klukkustunda nám ætlað fólki af erlendum uppruna sem hefur hug á því að starfa í blönduðum störfum í leik- og grunnskólum.

Afar jákvætt mat þátttakenda á íslenskunámskeiðum

„Það kemur meðal annars skýrt fram í mati á námskeiðunum að þátttakendur eru mjög ánægðir með hvernig staðið er að kennslunni, tengsl nemenda og kennara og tengsl nemenda innbyrðis og hvernig námskeiðin hafi aukið hagnýtan orðaforða þátttakenda í íslensku,“ segir Sigurlaug Indriðadóttir Unnardóttir verkefnastjóri í SÍMEY.

Tungumálamarkþjálfun virkar vel

Núna á vorönn stóð SÍMEY fyrir afar áhugaverðu námi í markþjálfun í tungumálanámi (Language Coaching) sem Stine Hesager Lema, þróunarráðgjafi og tungumálaþjálfi í hæfnimiðstöð Studieskolen í Kaupmannahöfn, kenndi.

Menntun er lífsins vegferð - vorbrautskráning SÍMEY 6. júní

„Það er ætíð gleðiefni að ljúka áföngum í lífinu, að ljúka námi, af hvaða tagi sem er, þá er tími til að staldra við, líta yfir farinn veg og ígrunda aðeins hverju við höfum bætt við okkur,“ sagði Valgeir Magnússon, framkvæmdastjóri SÍMEY, m.a. í ávarpi á vorbrautskráningu í húsakynnum SÍMEY 6. júní sl.

Sýning á verkum nemenda í Fræðslu, formi og lit

Punkturinn yfir i-ið hjá nemendum í myndlistarnáminu Fræðsla í formi og lit er sýning á verkum sem þeir hafa unnið í vetur. Sýningin var opnuð í dag í Gallerí SÍMEY og munu verkin prýða veggi húsnæðis SÍMEY við Þórsstíg 4 á Akureyri til 6. júní nk. Allir eru velkomnir á sýninguna á opnunartíma SÍMEY.

Gefum íslensku séns - í ferðaþjónustu

Í vetur hefur SÍMEY í auknum mæli lagt áherslu á hugmyndafræðina Gefum íslensku séns, sem Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri íslenskunáms við Háskólasetur Vestfjarða, er upphafsmaðurinn að. Grunnstefið í Gefum íslensku séns er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku.

Starfsfólk SÍMEY sótti ráðstefnu á Írlandi um raunfærnimat og heimsótti símenntunarmiðstöðvar

Dagana 6. til 11. maí sl. sóttu átta af tíu starfsmönnum SÍMEY Írland heim og sátu þar m.a. ráðstefnu um raunfærnimat. Ferðin fékk Evrópustyrk úr Erasmus styrkjaáætlun ESB. Einnig voru heimsóttar símenntunarmiðstöðvar og púlsinn tekinn á því hvernig Írar vinna að fræðslu fullorðinna.

Efling íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur á starfssvæði SSNE

Það er kunnara en frá þurfi að segja að á síðustu árum og misserum hefur kennsla í íslensku sem öðru máli aukist að umfangi í takti við fjölgun fólks hér á landi af erlendum uppruna. Þetta á við um SÍMEY og aðrar símenntunarmiðstöðvar landsins og það sama gildir um grunn- og framhaldsskólastigið.

Ársfundur SÍMEY 2024 í dag

Rekstur SÍMEY á árinu 2023 var í góðu jafnvægi. Rekstrarniðurstaðan var jákvæð um 95 þúsund krónur. Rekstrartekjur á árinu voru 241,3 milljónir króna en rekstrargjöld 245,5 milljónir. Fjármagnstekjur námu 4,3 milljónum króna. Þetta kom fram á ársfundi SÍMEY í húsakynnum miðstöðvarinnar í dag.