Forstöðumenn símenntunarmiðstöðva funduðu á Egilsstöðum

Forstöðumenn símenntunarmiðstöðvanna á fundinum á Egilsstöðum.
Forstöðumenn símenntunarmiðstöðvanna á fundinum á Egilsstöðum.

Árlegur fundur Símenntar – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva var haldinn á Egilsstöðum 13. apríl sl. Til fundarins komu forstöðumenn þeirra ellefu símenntunarmiðstöðva sem mynda samtökin og fóru vítt og breitt yfir málefni framhaldsfræðslunnar í landinu. Fundurinn hófst með ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í gegnum fjarfundabúnað en framhaldsfræðslan heyrir til hans ráðuneytis.

Þetta var fyrsti ársfundur Símenntar undir þessu heiti en á aukaaðalfundi Kvasis – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, sem var haldinn samhliða haustfundi Kvasis og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins á Akureyri 27.-28. september 2022, var ákveðið að breyta nafni samtakanna úr Kvasir í Símennt.