Gallerí SÍMEY

Markmið: Algengt er að einstaklingar leiti eftir afþreyingu í listtengdum greinum og hafa þeir stundað margskonar námskeið sem eru í boði. Listrænt markmið Gallerí SIMEY er að gefa þeim listamönnum, sem ekki hafa hlotið formlega listmenntun, tækifæri til þess að koma verkum sínum á framfæri. Verk þeirra hafa sjaldan eða aldrei komið fyrir augu almennings þrátt fyrir að eiga fullt erindi til þeirra sem vilja njóta lista.

 Úr listaverkasafni Eddu Aspar                      

Stefna:

Gallerí SIMEY stefnir að því að þjóna þessum hópi fólks. Veita því sýningaraðstöðu, hvetja það á vettvangi listarinnar og aðstoða við uppsetningu verka og framkvæmd sýningar.

Einnig að aðstoðað við gerð kynningar á listamanni, verkum hans og f.l.

Hlutverk:

Að veita alþýðulistamönnum aðstöðu í viðurkenndri sýningaraðstöðu, þar sem þeir hafa yfirleitt ekki aðgang að almennum sýningarsölum, þar sem gjarnan er krafist formlegrar listmenntunar.  Einnig eru slíkir salir kostnaðarsamir, en Gallerí SIMEY veitir listamanninum aðstöðu honum að kostnaðarlausu.

Rekstur:

Kostnaður við rekstur er í lágmarki. Gallerí SIMEY leggur til sýningarsvæði ásamt einblöðungi fyrir sýningargesti,með upplýsingum um listamanninn og verk hans.

Opnun sýninga verður auglýst á heimasíðu SÍMEY. Kjósi listamaðurinn að hafa veitingar við opnun eða auglýsa sýningu sína enn frekar ber hann kostnaðinn af slíku sjálfur.

Hver sýning stendur yfir í 4-6 vikur og sér listamaðurinn sjálfur um að hengja verk sín upp og taka niður. Gallerí SÍMEY ber ekki ábyrgð á verkum verði þau fyrir hnjaski.

Þeir sem hafa áhuga á að sýna verk sín skulu skrá sig hjá Kristjönu Friðriksdóttur, kristjanaf@simey.is og mun hún sjá um að úthluta vikunum í samráði við framkvæmdastjóra. Einnig sér hún um að vinna einblöðung með mynd af viðkomandi og prófarka lesnum upplýsingum sem þar eiga að koma fram.

Staðsetning:

Gallerí SÍMEY er staðsett í gangi inn af vestur inngangi þar sem komið verður fyrir sérstökum upphengi brautum sem valdar eru af arkitekt í samræmi við hönnun hússins.