Fréttir

Fjölmenni á forvarnadegi í Hofi

Forvarnadagur Streituskólans og SÍMEY í Menningarhúsinu Hofi í síðustu viku tókst með miklum ágætum og sóttu hann hátt í hundrað manns.

Streita og kulnun rædd frá ýmsum hliðum á Forvarnardegi SÍMEY og Streituskólans í Hofi 17. október

Í næstu viku, nánar tiltekið fimmtudaginn 17. október, standa SÍMEY og Streituskólinn fyrir málþingi í Menningarhúsinu Hofi sem ber yfirskriftina Forvarnardagur Streituskólans og SÍMEY.

Forvarnardagur Streituskólans og SÍMEY

Fimmtudaginn 17. október halda SÍMEY og Streituskólinn málþing í Hofi um forvarnir gegn streitu og kulnun. Málþingið er ætlað stjórnendum og starfsfólki fyrirtækja. Dagskrá málþingsins er meðfylgjandi. Skráning á málþingið fer fram hér!

Viðamikil og fróðleg skýrsla RHA um menntunarþörf á starfssvæði Eyþings

Í sumarbyrjun kom út skýrsla á vegum Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem ber yfirskriftina Menntunarþörf í Eyjafirði og í Þingeyjarsýslum – könnun meðal fyrirtækja og stofnana á starfssvvæði Eyþings.

Gott og áhugavert verkefni með ferðaþjónustufyrirtækjum í Eyjafjarðarsveit

Á vormánuðum 2017 fékk SÍMEY styrk kr. 2.850.000 úr Þróunarsjóði framhaldsfræðslu til þess að þróa líkan fyrir starfsþróun lítilla fyrirtækja og/eða einyrkja í ferðaþjónustu. Verkefnið tók til ferðaþjónustufyrirtækja í Eyjafjarðarsveit og var Ferðamálafélag Eyjafjarðar samstarfsaðili í verkefninu.

Mikið umfang á haustönn í símenntun við utanverðan Eyjafjörð

Það verður sannarlega í mörg horn að líta í símenntun við utanverðan Eyjafjörð á þessu hausti – bæði í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Fjölbreytt nám í boði hjá SÍMEY á haustönn 2019

Sem endranær verður margt í boði á haustönn 2019 hjá SÍMEY. Nú þegar liggur fyrir í megindráttum hvert námsframboðið verður á önninni en eitthvað mun þó bætast við í haust.

SÍMEY fær nýsköpunar- og þróunarstyrk úr Fræðslusjóði

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar fékk nýverið úthlutað nýsköpunar- og þróunarstyrk úr Fræðslusjóði að upphæð 3 milljónir króna til þess að þróa matstæki sem gerir fólki kleift að fá greiningu á almennri starfshæfni sinni.

Tíu starfsmenn í sjávarútvegi við utanverðan Eyjafjörð luku raunfærnimati í fisktækni

Í gær, mánudaginn 24. júní, útskrifaði SÍMEY tíu manna hóp við utanverðan Eyjafjörð úr raunfærnimati í fisktækni.

Frábært nám sem höfðaði sterkt til mín

Dalvíkingurinn Guðbjörg Stefánsdóttir var í hópi nemenda sem lauk námi af leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú hjá SÍMEY í síðustu viku. Þetta er fjögurra anna nám sem Guðbjörg segist hæstánægð með að hafa drifið sig í.