Þjónusta

Starfsfólk SÍMEY starfar eftir gildunum TÆKIFÆRI – STYRKUR – SVEIGJANLEIKI – TRAUST. Við leitumst við að grípa þau tækifæri sem gefast hverju sinni og vinnum að því að gefa einstaklingum og fyrirtækjum tækifæri til að vaxa og eflast í gegnum símenntun og öfluga starfsþróun. Með því að grípa þau tækifæri sem bjóðast styrkjumst við og verðum betur í stakk búin til að takast á við áskoranir nútímans og morgundagsins. Þetta gerum við með því að vera sveigjanleg gagnvart viðskiptavinum okkar og leitumst við að mæta þeim á þeirra forsendum. Þannig verður til samtal á milli allra aðila sem byggir upp traust. 

SÍMEY veitir einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum alhliða þjónustu þegar kemur að starfsþróun sem og sí- og endurmenntun. Smelltu á hlekkina hér til hliðar og skoðaðu hvað SÍMEY getur gert fyrir þig.