Greiðsluskilmálar

Greiðsluskilmálar

 1. Námsgjald á að greiða áður en nám hefst og telst skráning ekki gild fyrr en búið er að ganga frá greiðslu. Greiðsla verður skuldfærð af korti um það bil sem námskeið hefst nema annað sé tekið fram. Hægt er að velja eftirfarandi greiðsluleiðir: Kreditkort Debetkort Annar greiðandi (fyrirtæki)
 2. Námsgjald verður innheimt að fullu ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið án þess að hafa tilkynnt SÍMEY um forföll með tölvupósti á netfangið simey@simey.is - að minnsta kosti 48 klukkustundum áður en námskeið hefst. 
 3. Námsgjöld eru óafturkræf hætti nemandi við þegar nám er hafið.
  Þótt nám verði ekki að fullu sótt af nemanda verður engu að síður að greiða skólagjöldin að fullu.
 4. Hafi nemandi ekki greitt námsgjöld sín eða um þau samið innan tveggja vikna frá því að nám er hafið verður aðgangi nemanda að net- og kennslukerfum SÍMEY lokað.
 5. Vegna sérstakra persónulegra aðstæðna getur nemandi óskað eftir að taka hlé á námi þar til viðkomandi námsleið hefst aftur og getur þá átt námsgjöld inni í allt að tvö ár. Þetta þarf að sækja sérstaklega um.
 6. Afhending einkunna og námsferla að námi loknu fer eigi fram nema að námsgjöld séu að fullu greidd. Nemandi skal vera skuldlaus við SÍMEY í upphafi náms.
 7. SÍMEY endurgreiðir námsgjaldið að fullu ef lágmarksfjöldi þátttakenda næst ekki og námskeiðið er fellt niður.
 8. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
  Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.
 9. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra Governing law / Héraðsdómur Norðurlands eystra.
  These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.

ATH: Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og starfsmenntasjóðum!  Atvinnuleitendur geta einnig athugað með styrkjamöguleika hjá Vinnumálastofnun. 

 

                                                                                                                                 Útg.1.0