Fréttir

Sjö starfsmenn íþróttamannvirkja luku raunfærnimati

Þann 5. september sl. var formleg brautskráning sjö starfsmanna íþróttamannvirkja á Akureyri, Dalvík og í Hrísey úr raunfærnimati.

Viðtal við Valgeir á Rás 1

Á Morgunvaktinni á Rás 1 17. ágúst sl. var viðtal við Valgeir B. Magnússon um starfsemina og hvað sé framundan.

Vel heppnuð vinnustofa í SÍMEY um Evrópska tungumálarammann

Dagana 20. og 21. júní sl. var vinnustofa í SÍMEY um Evrópska tungumálarammann og innleiðingu hans í íslensku sem öðru máli. Í vinnustofunni tóku þátt fulltrúar flestra símenntunarmiðstöðvanna og Menntamálastofnunar. Verkefnastjórar frá Studieskolen í Kaupmannahöfn stýrðu vinnustofunni.

Vorbrautskráning SÍMEY 8. júní 2022

Þrjátíu og átta nemendur brautskráðust frá SÍMEY 8. júní sl. Brautskráningarnemar voru færri en oft áður enda höfðu fjölmargir nemendahópar lokið námi og útskrifast fyrr á vorönninni, t.d. af íslenskunámskeiðum, vefnámskeiðum og námskeiðum í fyrirtækjaskólum.

Kristín Björk með grein um raunfærnimat í fisktækni í Gáttinni

Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri í SÍMEY, skrifar grein um raunfærnimat í fisktækni sem birtist í vefriti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Gáttinni, í gær.

Farsælt samstarf þriggja símenntunarmiðstöðva og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, SÍMEY, Farskólinn og Þekkingarnet Þingeyinga hafa undanfarin ár verið í góðu samstarfi um fræðslu og starfsþróun starfsfólks HSN. Það samstarf byggði á Markviss þarfagreiningum sem unnar voru veturinn 2014-2015 á starfssvæði HSN.

Fjölbreytt myndverk

Þessa dagana eru á veggjum húsnæðis SÍMEY við Ársstíg á Akureyri myndverk níu nemenda í myndlistarsmiðju sem Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður og kennari, hefur kennt á þessari önn.

Guðmundur Ingi félags- og vinnumarkaðsráðherra í heimsókn í SÍMEY

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kom í heimsókn í SÍMEY á dögunum og kynnti sér starfsemi miðstöðvarinnar og símenntunargeirans almennt.

Ársfundur SÍMEY 2022

Starfsemi og rekstur SÍMEY á árinu 2021 markaðist mjög af kóvidfaraldrinum. Umfangið í t.d. námskeiðahaldi og raunfærnimati var vegna faraldursins ekki eins mikið og vonir stóðu til.

Sóttu námskeið í tilfinningagreind og markþjálfun í Puerto de la Cruz á Tenerife

Tilfinningagreind og markþjálfun voru meginstefin í námskeiði sem þrír verkefnastjórar hjá SÍMEY, Kristín Björk Gunnarsdóttir, Sandra Sif Ragnarsdóttir og Ingunn Helga Bjarnadóttir sóttu til Puerto de la Cruz á Tenerife dagana 5.-12. mars sl.