Fréttir

Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk

Núna á vordögum mun SÍMEY bjóða upp á fyrstu námskeiðin í tæknilæsi fyrir sextíu ára og eldri. Námskeiðin, sem eru kostuð af félags- og vinnumálaráðuneytinu og verða þátttakendum því að kostnaðarlausu, eru liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis fólks sextíu ára og eldra um allt land.

Tæknilæsi og tölvufærni (frítt fyrir atvinnuleitendur)

Tæknilæsi og tölvufærni er nám fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með að halda í við þær breytingar sem ör tækniþróun hefur á störf og daglegt líf.  Markmið námsins er að auka tæknilæsi og tölvufærni þátttakenda og gera þá betur í stakk búna til að  halda í við tækniframfarir í starfi og leik. Í náminu verður megináhersla lögð á að efla sjálfstraust þátttakenda gagnvart tækni og tölvum. Skilningur á grunnþáttum tölva er efldur og grunnhæfni í notkun tölva og snjalltækja verður þjálfuð.   Námskeiðið er FRÍTT fyrir fólk í atvinnuleit.  Fólk í atvinnuleit, vinsamlegast veljið annað sem greiðsluleið við skráningu umsóknar.   Skráningar og upplýsingar er að finna hér:   Staðnám  Fjarnám  Á Ensku in English    

Fjölmargt áhugavert í boði á vorönn 2022

Nám á vorönn er farið af stað eða er í startholunum þessa dagana. Eins og síðustu annir, frá því að kóvídfaraldurinn hófst, hefur námið færst töluvert yfir á netið og í sumum námskeiðum og námsleiðum er það blanda af stað- og fjarnámi.

SÍMEY fær endurnýjaða EQM+ gæðavottun

SÍMEY hefur fengið endurnýjaða gæðavottun til þriggja ára samkvæmt EQM (European Quality Mark) – Evrópska gæðamerkinu.

Ánægja í annarlok

Þann 17. desember sl. lauk fyrsta áfanga samfélagsfræðslu og íslenskunáms sem SÍMEY býður upp á fyrir hóp kvóttaflóttamanna, hælisleitenda og innflytjenda.

Nítján starfsmenn íþróttamannvirkja luku raunfærnimati

Nítján starfsmenn íþróttamannvirkja á Akureyri, í Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð og Eyjafjarðarsveit hafa núna á haustönn verið raunfærnimetnir í störfum sínum.

Samfélagsfræðsla og íslenskukennsla fyrir hóp innflytjenda, hælisleitenda og flóttamanna

Þann fjórða október sl. hófst í SÍMEY samfélagsfræðsla og kennsla í íslensku fyrir hóp kvótaflóttamanna, hælisleitenda og innflytjenda. Ahmed Essabiani annast kennsluna en af hálfu SÍMEY heldur Kristín Björk Gunnarsdóttir utan um námið.

Raunfærnimat fyrir starfsfólk íþróttahúsa og sundlaugarverði

Í október nk. býður SÍMEY upp á raunfærnimat fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja – sundlauga og íþróttahúsa – og hafa starfsmenn SÍMEY haldið kynningarfundi að undanförnu fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja á Eyjafjarðarsvæðinu þar sem þessi möguleiki er kynntur.

Boðið upp á tvær námsleiðir á haustönn í samstarfi við Vinnumálastofnun

Núna á haustönn býður SÍMEY upp á tvær námsleiðir fyrir atvinnuleitendur í samstarfi við Vinnumálastofnun. Námsleiðirnar eru annars vegar Stökkpallur og hins vegar Íslensk menning og samfélag og byggja þær báðar á vottuðum námskrám frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Breytt námsfyrirkomulag á þremur námsbrautum

Eins og vera ber er starfsemi SÍMEY núna á haustönn komin í fullan gang. Margt verður með líku sniði og undanfarin ár en þó ekki allt. Í þremur námsleiðum - Menntastoðum, Félagsliðabrú og Leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú - hefur námsfyrirkomulaginu verið breytt töluvert.