Raunfærnimat

Raunfærnimat verður sífellt mikilvægara til þess að kortleggja færni sína og auka möguleika sína til að bæta við sig í námi eða annarri uppbyggingu. Margir einstaklingar á vinnumarkaðnum hafa í gegnum áralanga reynslu byggt upp umtalsverða færni, en ekki lokið námi af einhverjum ástæðum. Þessir einstaklingar búa yfir raunfærni sem vert er að skoða og meta. Raunfærni er samanlögð færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Sjá bækling um raunfærnimat á íslensku og ensku. Þú getur einnig horft á skýringarmyndband hér!

 Raunfærnimatsferlið

  •     Kynning á ferlinu
  •     Viðtal við náms- og starfsráðgjafa
  •     Ferlið hefst þegar kominn er hópur af einstaklingum sem uppfyllir inntökuskilyrði
  •     Færniskráning (gerð færnimöppu og sjálfsmat)
  •     Matssamtal (fagaðili metur færnina með fjölbreyttum aðferðum)
  •     Nánari staðfesting ef þess er þörf
  •     Viðurkenning (skírteini eða skráning metinna eininga í Innu)

Ráðgjafar SÍMEY gefa allar frekari upplýsingar um mat á raunfærni.

Hikaðu ekki við að hafa samband!