Góð aðsókn á íslenskunámskeið

Stefnt er að því að halda um tuttugu íslenskunámskeið í SÍMEY núna á haustönn.
Stefnt er að því að halda um tuttugu íslenskunámskeið í SÍMEY núna á haustönn.

Námskeið í íslensku sem annað mál eru komin í fullan gang núna á haustönn og segir Sigurlaug Indriðadóttir Unnardóttir, verkefnastjóri í SÍMEY, að vel líti út með aðsókn á námskeiðin. Hún segir að því stefnt að ná tuttugu íslenskunámskeiðum á önninni og góðar horfur séu á að því markmiði verði náð.

Til marks um góða þátttöku segir Sigurlaug að nú stefni í að unnt verði að halda íslenskunámskeið á stigi 4 og 5, sem oft hefur ekki verið unnt að kenna vegna ónógrar þátttöku.

Sem fyrr er bæði boðið upp á íslenskunámskeiðin í stað- og fjarnámi en reynslan er sú að mikill meirihluti þátttakenda kýs staðnám, eigi fólk þess kost, sérstaklega á grunnnámskeiðunum.

Auk kennslu á íslensku býður SÍMEY núna á haustönn upp á íslenskunámskeið þar sem leiðbeinendur kenna á arabísku, rússnesku, tékknesku og spænsku.