SÍMEY kom að undirbúningi og framkvæmd landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga
23.september 2022
Þann 15. september sl. efndu Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga til árlegs landsfundar um jafnréttismál sveitarfélaga í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. SÍMEY kom að undirbúningi og framkvæmd fundarins, sem sóttu um 70 manns frá tæplega þrjátíu sveitarfélögum.