Fréttir

Myndlistarsýning í minningu Billu

Næstkomandi föstudag, 10. nóvember, verður opnuð myndlistarsýning í Deiglunni og Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri til heiðurs Billu – Bryndísi Arnardóttur sem kenndi um árabil í SÍMEY námskeiðið Fræðsla í formi og lit. Billa lést 1. ágúst 2022 62 ára að aldri.

Fyrsta námskeiðið í LOFTUM – umhverfis- og loftlagsverkefninu

Síðastliðinn föstudag, 22. september, var haldið í SÍMEY námskeiðið Grænir leiðtogar sem er fyrsti hluti fræðslu í LOFTUM umhverfis- og loftlagsverkefninu sem SÍMEY og Þekkingarnet Þingeyinga hafa unnið að frá því á síðasta ári.

Vel heppnaður haustfundur Símenntar í Vestmannaeyjum

„Fundurinn var mjög vel heppnaður og ánægjulegur,“ segir Valgeir Magnússon framkvæmdastjóri SÍMEY um árlegan haustfund Símenntar – samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva sem var haldinn í Vestmannaeyjum dagana 19. og 20. september sl.

Ný nálgun í að kenna íslensku sem annað mál

Á undanförnu árum hefur SÍMEY tekið þátt í þróunarverkefnum í íslensku sem öðru máli.

Fjölbreytt námsframboð á haustönn

Það styttist í haustjafndægur, næturmyrkrið hefur sveipað sig um okkur og norðurljósin eru farin að tindra út við sjóndeildarhring. Og síðast en ekki síst, vetrarstarfið í SÍMEY er komið í fullan gang!

Hátíðleg brautskráning í SÍMEY í dag

Það var hátíð í bæ í SÍMEY í dag á brautskráningarhátíð. Vel var mætt til brautskráningarinnar og veðurguðirnir voru í hátíðarskapi. Þrjátíu og þrír nemendur úr sex námsleiðum útskrifuðust í dag.

Sýning á verkum nemenda í Fræðslu í formi í lit

Fræðsla í formi og lit hefur í mörg ár verið einn af föstum liðum í starfi SÍMEY. Námið byggir á námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og hefur það að markmiði að auka færni þátttakenda í myndlist, listasögu og skapandi starfi.

Sýning á vegum Fjölmenntar

Laugardaginn 13. maí opnar sýningin Ljómar í Mjólkubúðinni.

Fjölbreytt og skemmtilegt

Helena Sif Guðmundsdóttir er nýr starfsmaður SÍMEY. Hún hóf störf um miðjan apríl sem náms- og starfsráðgjafi og verkefnastjóri í 50% starfshlutfalli.

Ársfundur SÍMEY 2023 - reksturinn í jafnvægi á árinu 2022

Framhaldsfræðslan í landinu fór ekki varhluta af kóvidfaraldrinum síðustu þrjú árin. Samkomutakmarkanir vegna faraldursins á fyrri hluta ársins 2022 voru einn af þeim þáttum sem gerðu það að verkum að samdráttur varð í starfsemi SÍMEY – m.a. fjölda námskeiða – á árinu.