Fréttir

Sýning á verkum nemenda í Fræðslu, formi og lit

Punkturinn yfir i-ið hjá nemendum í myndlistarnáminu Fræðsla í formi og lit er sýning á verkum sem þeir hafa unnið í vetur. Sýningin var opnuð í dag í Gallerí SÍMEY og munu verkin prýða veggi húsnæðis SÍMEY við Þórsstíg 4 á Akureyri til 6. júní nk. Allir eru velkomnir á sýninguna á opnunartíma SÍMEY.

Gefum íslensku séns - í ferðaþjónustu

Í vetur hefur SÍMEY í auknum mæli lagt áherslu á hugmyndafræðina Gefum íslensku séns, sem Ólafur Guðsteinn Kristjánsson, verkefnastjóri íslenskunáms við Háskólasetur Vestfjarða, er upphafsmaðurinn að. Grunnstefið í Gefum íslensku séns er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku.

Starfsfólk SÍMEY sótti ráðstefnu á Írlandi um raunfærnimat og heimsótti símenntunarmiðstöðvar

Dagana 6. til 11. maí sl. sóttu átta af tíu starfsmönnum SÍMEY Írland heim og sátu þar m.a. ráðstefnu um raunfærnimat. Ferðin fékk Evrópustyrk úr Erasmus styrkjaáætlun ESB. Einnig voru heimsóttar símenntunarmiðstöðvar og púlsinn tekinn á því hvernig Írar vinna að fræðslu fullorðinna.

Efling íslenskukennslu fyrir fullorðna innflytjendur á starfssvæði SSNE

Það er kunnara en frá þurfi að segja að á síðustu árum og misserum hefur kennsla í íslensku sem öðru máli aukist að umfangi í takti við fjölgun fólks hér á landi af erlendum uppruna. Þetta á við um SÍMEY og aðrar símenntunarmiðstöðvar landsins og það sama gildir um grunn- og framhaldsskólastigið.

Ársfundur SÍMEY 2024 í dag

Rekstur SÍMEY á árinu 2023 var í góðu jafnvægi. Rekstrarniðurstaðan var jákvæð um 95 þúsund krónur. Rekstrartekjur á árinu voru 241,3 milljónir króna en rekstrargjöld 245,5 milljónir. Fjármagnstekjur námu 4,3 milljónum króna. Þetta kom fram á ársfundi SÍMEY í húsakynnum miðstöðvarinnar í dag.

Finnið leiðir til að tala íslensku!

Rætur íslenskuátaksins Gefum íslensku séns eru hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Hugmyndasmiðurinn Ólafur Guðsteinn Kristjánsson er verkefnastjóri íslenskunáms við Háskólasetrið og auk þess aðjúnkt við Háskóla Íslands þar sem hann fjarkennir hagnýta íslensku sem annað mál.

Áhugavert og spennandi

„Verkefnin í SÍMEY eru mjög spennandi og áhugaverð og starfið hér er umfangsmeira og fjölbreyttara en ég gerði mér grein fyrir,“ segir Sigurlaug Indriðadóttir Unnardóttir, sem hóf störf hjá SÍMEY sem verkefnastjóri/ráðgjafi fyrr í þessum mánuði.

IÐAN fræðslusetur greiðir námskeiðsgjöld fyrir félagsmenn sex stéttarfélaga

Frá því hefur verið gengið að IÐAN fræðslusetur greiðir námskeiðsgjöld fyrir félagsmenn sex stéttarfélaga í iðngreinum fyrir ýmis opin námskeið sem SÍMEY og Farskólinn á Norðurlandi vestra bjóða upp á.

Nám á félagsliðabrú eða leikskólaliða og stuðningsfulltrúabrú

Langar þig að starfa sem félagsliði eða leikskólaliði og/eða stuðningsfulltrúi? Flestum sem sækja um námið stendur til boða að fara í raunfærnimat sem kemur til styttingar á náminu hjá SÍMEY. Hafðu samband ef þetta er eitthvað sem þú hefur áhuga á!

Mikilvægt að gefa íslenskunni séns!

Tveir af nemendunum sem tóku þátt í Gefum íslensku séns – viðburði í SÍMEY í gær eru Flora Neumann frá Þýskalandi og Peter Höller frá Austurríki.