Sýning á verkum nemenda í Fræðslu, formi og lit
30.maí 2024
Punkturinn yfir i-ið hjá nemendum í myndlistarnáminu Fræðsla í formi og lit er sýning á verkum sem þeir hafa unnið í vetur. Sýningin var opnuð í dag í Gallerí SÍMEY og munu verkin prýða veggi húsnæðis SÍMEY við Þórsstíg 4 á Akureyri til 6. júní nk. Allir eru velkomnir á sýninguna á opnunartíma SÍMEY.