Fréttir

Vorbrautskráning SÍMEY 8. júní 2022

Þrjátíu og átta nemendur brautskráðust frá SÍMEY 8. júní sl. Brautskráningarnemar voru færri en oft áður enda höfðu fjölmargir nemendahópar lokið námi og útskrifast fyrr á vorönninni, t.d. af íslenskunámskeiðum, vefnámskeiðum og námskeiðum í fyrirtækjaskólum.

Kristín Björk með grein um raunfærnimat í fisktækni í Gáttinni

Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri í SÍMEY, skrifar grein um raunfærnimat í fisktækni sem birtist í vefriti Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Gáttinni, í gær.

Farsælt samstarf þriggja símenntunarmiðstöðva og Heilbrigðisstofnunar Norðurlands

Heilbrigðisstofnun Norðurlands, SÍMEY, Farskólinn og Þekkingarnet Þingeyinga hafa undanfarin ár verið í góðu samstarfi um fræðslu og starfsþróun starfsfólks HSN. Það samstarf byggði á Markviss þarfagreiningum sem unnar voru veturinn 2014-2015 á starfssvæði HSN.

Fjölbreytt myndverk

Þessa dagana eru á veggjum húsnæðis SÍMEY við Ársstíg á Akureyri myndverk níu nemenda í myndlistarsmiðju sem Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður og kennari, hefur kennt á þessari önn.

Guðmundur Ingi félags- og vinnumarkaðsráðherra í heimsókn í SÍMEY

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kom í heimsókn í SÍMEY á dögunum og kynnti sér starfsemi miðstöðvarinnar og símenntunargeirans almennt.

Ársfundur SÍMEY 2022

Starfsemi og rekstur SÍMEY á árinu 2021 markaðist mjög af kóvidfaraldrinum. Umfangið í t.d. námskeiðahaldi og raunfærnimati var vegna faraldursins ekki eins mikið og vonir stóðu til.

Sóttu námskeið í tilfinningagreind og markþjálfun í Puerto de la Cruz á Tenerife

Tilfinningagreind og markþjálfun voru meginstefin í námskeiði sem þrír verkefnastjórar hjá SÍMEY, Kristín Björk Gunnarsdóttir, Sandra Sif Ragnarsdóttir og Ingunn Helga Bjarnadóttir sóttu til Puerto de la Cruz á Tenerife dagana 5.-12. mars sl.

Námskeið í tæknilæsi fyrir eldra fólk

Núna á vordögum mun SÍMEY bjóða upp á fyrstu námskeiðin í tæknilæsi fyrir sextíu ára og eldri. Námskeiðin, sem eru kostuð af félags- og vinnumálaráðuneytinu og verða þátttakendum því að kostnaðarlausu, eru liður í átaki ráðuneytisins um eflingu tæknilæsis fólks sextíu ára og eldra um allt land.

Tæknilæsi og tölvufærni (frítt fyrir atvinnuleitendur)

Tæknilæsi og tölvufærni er nám fyrir einstaklinga sem eiga erfitt með að halda í við þær breytingar sem ör tækniþróun hefur á störf og daglegt líf.  Markmið námsins er að auka tæknilæsi og tölvufærni þátttakenda og gera þá betur í stakk búna til að  halda í við tækniframfarir í starfi og leik. Í náminu verður megináhersla lögð á að efla sjálfstraust þátttakenda gagnvart tækni og tölvum. Skilningur á grunnþáttum tölva er efldur og grunnhæfni í notkun tölva og snjalltækja verður þjálfuð.   Námskeiðið er FRÍTT fyrir fólk í atvinnuleit.  Fólk í atvinnuleit, vinsamlegast veljið annað sem greiðsluleið við skráningu umsóknar.   Skráningar og upplýsingar er að finna hér:   Staðnám  Fjarnám  Á Ensku in English    

Fjölmargt áhugavert í boði á vorönn 2022

Nám á vorönn er farið af stað eða er í startholunum þessa dagana. Eins og síðustu annir, frá því að kóvídfaraldurinn hófst, hefur námið færst töluvert yfir á netið og í sumum námskeiðum og námsleiðum er það blanda af stað- og fjarnámi.