Starfsmenn SÍMEY komnir í jólafrí

Starfsfólk SÍMEY er komið í jólafrí en við óskum Eyfirðingum sem og landsmönnum öllum gleðiríkrar hátíðar og farsældar á nýju ári.

Við þökkum öllum þeim sem nýttu sér þjónustu okkar á liðnu ári og minnum jafnframt á að núna á vorönn er fjölmargt áhugavert í boði, bæði styttri námskeið sem og lengra nám.

Þrátt fyrir að skrifstofan sé lokuð til 4. janúar, þá stendur heimasíðan vaktina og hægt er að skrá sig í viðtöl og námskeið sem aldrei fyrr.

Með jólakveðju og hlökkum til að taka á móti ykkur 2021, starfsfólk SÍMEY