Fjölbreytt námsframboð á haustönn

Haustönn 2023 verður fjölbreytt í SÍMEY.
Haustönn 2023 verður fjölbreytt í SÍMEY.

Það styttist í haustjafndægur, næturmyrkrið hefur sveipað sig um okkur og norðurljósin eru farin að tindra út við sjóndeildarhring. Og síðast en ekki síst, vetrarstarfið í SÍMEY er komið í fullan gang!

Sem endranær verður fjölmargt í boði í SÍMEY í vetur, jafnt stutt námskeið sem lengri námsleiðir. Alltaf er eitthvað nýtt í boði og því er um að gera að skoða námsframboðið hér á heimasíðunni. Sumar námsleiðirnar eru farnar af stað en aðrar ekki og því er ekki eftir neinu að bíða með að skrá sig. Starfsfólk SÍMEY veitir allar frekari upplýsingar og ráðgjöf.

Sem fyrr verður námið í vetur í bæði stað- og fjarnámi, allt eftir eðli þess.