Vegna samkomutakmarkana

Þann 31.júlí tóku gildi nýjar ráðstafanir til eflingar sóttvörnum innanlands í þeirri von að ná tökum á útbreiðslu COVID-19 smita. Fjöldi fólks sem kemur saman miðast nú við 100 fullorðna, fólki ber að hafa að minnsta kosti tvo metra á milli sín og bera andlitsgrímu sé þess ekki kostur. Þetta er sambærilegt verklag og var í gangi í vor. SÍMEY hefur nú þegar innleitt þessar nýju reglur innan starfsins og á vinnustaðinn þannig að tryggt verði að aldrei komi fleiri en 100 fullorðnir í sama rými innan SÍMEY. Eins að aldrei verði fleiri en svo í minni rýmum að ekki verði unnt að fylgja tveggja metra reglunni. 

Undirbúningur og skipulag gerir ráð fyrir að ákveðnar námsleiðir geti farið fram alfarið í fjarnámi ef til kæmi til frekari takmarkana.

Allt starf tekur mið af auknum sóttvörnum. Þátttakendur geta haft 2ja metra regluna sem viðmið og hafa traust aðgengi að sótttvörnum, handspritti, hönskum og grímum. Einnig aðstöðu til að sótthreinsa vinnusvæði. Ræstingar taka mið að af sótthreinsun snertiflata og sameinlegra svæða.

Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta fjarþjónustu. Svarbox, tölvupóst, facebook og einnig er hægt að bóka fjarfundi með ráðgjöfum á heimasíðu okkar, þar er einnig að finna allar helstu upplýsingar um þjónustu og framboð náms. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.

 

Nú hefur aldrei verið mikilvægara að huga hvert að öðru og standa saman. Sammælumst um að virða tveggja metra regluna og fjöldatakmörkun, reynum að takmarka óþarfa samneyti og gætum að sóttvörnum. Við berum öll ábyrgð.