Námsbrautin Nám og þjálfun hefst í næstu viku - skráning í fullum gangi
24.október 2019
Í næstu viku hefst nám á nýrri námsbraut hjá SÍMEY sem hefur hlotið yfirskriftina Nám og þjálfun. Námsbrautin tekur til fjögurra námsgreina, íslensku, upplýsingatækni, stærðfræði og ensku, auk lífsleikni, sem er í upphafi námsins, annars vegar hópefli og hins vegar námstækni.