Breyttar reglur á samkomum

Samkvæmt nýrri auglýsingu heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem tekur gildi 14. ágúst verða reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar og sömuleiðis í íþróttum. Að öðru leyti gildir áfram meginreglan um 2 metra nálægðarmörk. 

Í framhalds- og háskólum verður heimilt að hafa 1 metra á milli einstaklinga án þess að andlitsgrímur séu notaðar. Þar skal sótthreinsa sameiginlegan búnað og snertifleti minnst einu sinni á dag og áhersla skal lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir.

Þetta á einnig við um framhaldsfræðsluna. Þessi nýja tilskipun gildir til 27.ágúst.

Mikil áhersla verður lögð á öryggi þátttakenda okkar í SÍMEY og verður tryggt að nægjanlegt rými verði til staðar, og aðgengi að sóttvörnum.