Fréttir

Fjölbreytnin í fyrirrúmi á íslenskunámskeiðum á Dalvík

Eins og kom fram í frétt hér á heimasíðunni sl. föstudag er óvenju mikil aðsókn núna á haustönn á námskeið hjá SÍMEY í íslensku sem annað tungumál. Af fimmtán námskeiðum eru tvö kennd á Dalvík. Þar kenna Sigríður Gunnarsdóttir og Guðný Sigríður Ólafsdóttir íslensku á fyrsta stigi. Guðný Sigríður segir að í þessum tveimur námshópum hafi samtals 28 manns hafið námið en þrír hafi af ýmsum ástæðum hætt og nú séu nemendurnir 25. Hún segir þetta óvenju mikla aðsókn. Fyrst og fremst segir Guðný að stuðst sé við bókina Íslenska á allra vörum 1 en einnig sé stuðst við heimagert efni, spil og leiki til þess að þjálfa talmálið. „Einnig notum við upplýsingatækni í bland til að koma til móts við sem flesta,“ segir Guðný og vísar til kennsluforritsins www.mms.is auk vefjarins www.icelandiconline.com. Þá segir hún gott að þjálfa orðaforðann með Kahoot spurningaleikjum o.fl. „Við hvetjum nemendurna til að æfa sig heima, t.d. í þessum kennsluforritum á netinu sem eru ókeypis og opin öllum. Við erum einnig með facebooksíðu fyrir hópinn þar sem við setjum inn ýmsar upplýsingar, tengla á þessar síður og fleira,“ segir Guðný. Nemendur á þessum grunnnnámskeiðum í íslensku koma meðal annars frá Tælandi, Filippseyjum, Póllandi, Frakklandi, Rússlandi, Grikklandi og Lettlandi.

Mikil aðsókn að íslenskunámskeiðum

Til fjölda ára hefur Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar boðið upp á nám í íslensku sem annað tungumál. Svo er einnig núna á haustönn og hefur aðsóknin sjaldan verið meiri. Nú eru fimmtán námskeið í gangi, þrettán kennd á Akureyri en tvö á Dalvík.

Margt líkt með ferðaþjónustu hér á landi og í Norður-Skotlandi

Um margt eru líkindi með uppbyggingu í ferðaþjónustu á Íslandi og Skotlandi. Í báðum löndum er m.a. lögð áhersla á svokallaða náttúruferðamennsku þar sem náttúruupplifun ferðamannsins er í öndvegi. Í Skotlandi á þetta fyrst og fremst við um norðurhluta landsins.

Fyrstu skrefin í nýrri fræðsluáætlun fyrir starfsmenn búsetusviðs Akureyrarbæjar

Í þessari viku hófst fræðsla samkvæmt nýrri fræðsluáætlun fyrir starfsfólk búsetusviðs Akureyrarbæjar og reið Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir frá Heilsufélaginu ehf. á vaðið með námskeiðum sem voru haldin í Hamraborg í Hofi.

Þátttakendur ánægðir með FabLab námskeiðin

Frá opnun FabLab Akureyri í húsnæði Verkmenntaskólans á Akureyri á síðasta ári hefur SÍMEY staðið fyrir fjölmörgum FabLab námskeiðum þar sem farið er í ýmis grunnatriði sem opna nemendum oft og tíðum sýn inn í nýjan og óþekktan tækniheim og varpa ljósi á hvernig hlutirnir verða til frá hönnun á tölvuskjá til þrívíddarprentunar eða skurðar í laser- eða vínilskurðvélum.

Unnið að hæfnigreiningu starfa aðstoðarmanna í málmiðnaði

Núna á haustdögum hefur SÍMEY unnið að hæfnigreiningu starfa aðstoðarmanna í málmiðnaði. Hæfnigreiningar eru liður í því að festa á blað greinargóða lýsingu á því sem viðkomandi starf felur í sér og um leið að skilgreina menntunarþarfir viðkomandi starfshóps.

SÍMEY býður upp á raunfærnimat í ýmsum starfsgreinum

Einn af föstum liðum í starfi SÍMEY er að meta raunfærni fólks á vinnumarkaði og svo er einnig núna á haustönn. Þessa dagana er unnið að mati á raunfærni fjölmargra einstaklinga í mismunandi iðngreinum.

Gaman að glíma við TIG-suðu

Áhugavert og skemmtilegt. Það er meginstefið í því sem þátttakendur í TIG-suðu námskeiði sem SÍMEY stendur fyrir hafa að segja um námskeiðið.

Sumarfrí

SÍMEY lokar í júlí. Starfsfólk er komið aftur til starfa þann 1. ágúst. Á heimasíðu má finna allar helstu upplýsingar um námsframboð haustsins og skráningar. Með sumarkveðju Starfsfólk SÍMEY

Námskeiðahald fyrir ferðaþjónustuna

Dagurinn í dag 19. júní boðar gott varðandi faglega og góða þjónustu í Eyjafirði en haldin voru tvö Þjónanámskeið.