Fréttir

Skemmtileg sýning í Gallerí SÍMEY

Á dögunum var opnuð sýning á verkum nemenda sem hafa verið í listanámi hjá Bryndísi Arnardóttur (Billu) núna á vormisseri. Annars vegar er um að ræða nemendur í Listasmiðju - málun og hins vegar Listasmiðju - teikningu.

Ársfundur 2018: Aldrei fleiri nýtt sér þjónustu SÍMEY

Tæplega 4.700 manns nýttu sér þjónustu SÍMEY á árinu 2017 og hafa aldrei verið fleiri. Til samanburðar nýttu 3.500 manns sér þjónustu SÍMEY á árinu 2016.

Opnun nemendasýningar í Gallerí SÍMEY

Næstkomandi fimmtudag 26.04, kl.16:30 mun opna sýning nemenda sem hafa verið í námi hjá SÍMEY undir leiðsögn Bryndísar Arnardóttur (Billu). Hvetjum þátttakendur til að mæta ásamt gestum.

Náms- og starfsráðgjöf símenntunarmiðstöðvanna

Náms- og starfsráðgjafar veita mikilvæga þjónustu á símenntunarmiðstöðvum um land allt. Oft eru þeir fyrstu aðilarnir sem fólk hittir þegar það stendur frammi fyrir breytingum á náms- og starfsferli.

Að finna farvegi - nokkur orð um símenntun í dreifbýli

Símenntunarmiðstöðvar á Íslandi starfa að framhaldsfræðslu og símenntun á grunni samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið og laga um framhaldsfræðslu. Miðstöðvarnar teygja anga sína um alla kima landsins með svæðisbundinni þjónustu.

Símenntun í fjölmenningarsamfélagi

Samfélagið tekur stöðugum breytingum og fjölbreytileikinn verður meiri ár frá ári hvað varðar menningarstrauma, þjóðerni og tungumál. Þetta eru breytingar sem eru komnar til að vera, enda er alltaf að verða auðveldara fyrir fólk að flytjast búferlum milli landa.

Samstarfssamningur við Strikið/Bryggjuna um "Fræðslu í ferðaþjónustu"

Veitingastaðirnir Strikið/Bryggjan á Akureyri taka þátt í tilraunaverkefninu “Fræðsla í ferðaþjónustu” og hafa gert samstarfssamning við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þess efnis.

Sigló hótel þátttakandi í "Fræðslu í ferðaþjónustu"

Undirritaður hefur verið þríhliða samningur milli SÍMEY, Sigló hótels á Siglufirði og Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um að Sigló hótel taki þátt í tilraunaverkefninu “Fræðsla í ferðaþjónustu”.

Þjónusta símenntunarmiðstöðva við fatlað fólk

Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík.

Að skynja hjartsláttinn í heimabyggð

Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim.