Fréttir

Þarfagreining-Greining á þörf fyrir starfsmenntun á Eyjafjarðarsvæðinu

Greining á þörf fyrir starfsmenntun á Eyjafjarðarsvæðinu

Skráning hafin á námskeið Fjölmenntar

Opið er fyrir skráningu á námskeið Fjölmenntar - fullorðinsfræðslu fatlaðra hjá Símey. Í haust verða í boði ýmis gamalkunn námskeið, en einnig eru nýjungar í boði, svo sem styttri matreiðslunámskeið og námskeið í rólegri hreyfingu sem hentar öllum!  

Sóttvarnir í upphafi annar

Við leggjum mikla áherslu á gott aðgengi að sóttvörnum, að húsnæði okkar sé þrifið og sótthreinsað eins og best verður á kosið.   Í ljósi núverandi takmarkana vegna Covid 19 útbreiðslu þá gilda eftirfarandi sóttvarnir í húsnæði SÍMEY:   1 m fjarlægðarregla gildir alls staðar í húsnæði SÍMEY. Grímuskylda er í öllum sameiginlegum rýmum. Grímuskylda er inni í kennslustofum á meðan ekki er setið við borð. Viðhalda skal stífum persónubundnum sóttvörnum á meðan dvalið er í húsnæði SÍMEY. Ef þú ert með kvefeinkenni eða Covid-lík einkenni þá skaltu ekki mæta í húsnæði SÍMEY. Sótthreinsivökvi og sótthreinsiklútar eru aðgengilegir í húsnæði SÍMEY. Hægt er að fá grímur ef þær hafa gleymst. Núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra fellur úr gildi þann 27. ágúst og verður staðan í SÍMEY endurmetin samhliða nýjum sóttvarnarreglum stjórnvalda.

Ný og jákvæð sýn á starfsemi símenntunarmiðstöðva

Síðustu þrjá daga hafa þær Helga Rós Sigfúsdóttir og Arna Jakobína Björnsdóttir, sem stunda nú nám í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, verið í vettvangsnámi í SÍMEY þar sem þær hafa kynnt sér starfsemina frá ýmsum hliðum. Arna Jakobína býr og starfar á Akureyri en Helga Rós er Skagfirðingur og býr og starfar í Varmahlíð. Hún er grunnskólakennari að mennt og hefur síðustu sex ár kennt við Varmahlíðarskóla. Hjá SÍMEY voru þær stöllur undir handleiðslu Önnu Lóu Ólafsdóttur, verkefnastjóra hjá SÍMEY, sem jafnframt er náms- og starfsráðgjafi. Helga Rós segir að liður í náminu í HÍ sé vettvangsnám. Nú þegar hafi hún kynnt sér starf náms- og starfsráðgjafa í grunnskóla og nú hafi röðin verið komin að því að kynnast starfsemi náms- og starfsráðgjafa í símenntunarmiðstöð. „Við hittum alla starfsmenn SÍMEY og þeir sögðu okkur frá því í hverju þeirra starf felst. Ég hef verið að kenna við grunnskóla og viðurkenni það fúslega að ég hafði ekki mikla hugmynd um hvað fælist í starfsemi símenntunarmiðstöðvar eins og SÍMEY og hafði kannski ekki miklar væntingar. En þessir dagar hjá SÍMEY voru frábærir og veittu mér algjörlega nýja og jákvæðari sýn á það sem fram fer hjá símenntunarmiðstöðvunum. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu vel starfsfólkið vinnur saman og starfsemin er mun víðtækari og fjölbreyttari en ég hélt. Sem grunnskólakennari undanfarin sex ár er ég án efa mjög skólamiðuð, ef svo má segja, og átti erfitt með að hugsa út fyrir rammann. En þetta veitti mér alveg nýja sýn á hlutina og það var mjög lærdómsríkt,“ segir Helga Rós. Hún útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 2010 og fór þá strax að kenna. En ákvað síðan í upphafi þessarar haustannar að hella sér í meistaranám í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og púslar því saman með 85% kennslustöðu í Varmahlíðarskóla. Það er ekki alltaf auðvelt því ekki er boðið upp á fjarnám og því eru ferðirnar ófáar suður yfir heiðar. „Þetta er auðvitað töluvert mál því til viðbótar við grunnskólakennsluna á ég tvö lítil börn. En þetta hefst allt saman með góðu baklandi,“ segir Helga Rós og stefnir að því að starfa sem náms- og starfsráðgjafi að loknu námi, enda sé almennt mikill skortur á þeim.

Átta þjónustuliðar útskrifaðir

Í gær lauk með formlegum hætti námi hjá SÍMEY sem kallast Þjónustuliðar og byggir á námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Átta einstaklingar, skjólstæðingar Fjölmenntar og verkefnisins „Atvinna með stuðningi“, sem er á vegum Vinnumálastofnunar, voru brautskráðir. Upp á þetta nám var nú boðið í fyrsta skipti hjá SÍMEY, en það er ætlað fólki sem starfar t.d. við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun eða í matvælaiðnaði.

Málmsmíði - opin smiðja: Tíu luku námskeiði í TIG-suðu

Í dag lauk með formlegum hætti í húsnæði málmiðnaðardeildar VMA námskeiði í málmsmíði – svokallaðri TIG-suðu, sem SÍMEY stendur fyrir í samstarfi við Verkmenntaskólann. Tíu luku námskeiðinu. Fyrir jól var annað námskeið í Mig/Mag suðu og þriðja námskeiðið í vetur hefst 4. apríl nk. þegar aðrir tíu nemendur fá einnig fræðslu í TIG-suðu. Námskeiðið er ítarlegt, í það heila eru kennt í 80 klukkustundir, sem samsvarar 120 kennslustundum og gefur það tíu einingar í framhaldsskóla. Kennarar á námskeiðinu voru Stefán Finnbogason og Kristján Kristinsson, kennarar við málmiðnaðarbraut VMA. Á námskeiðinu smíðuðu þátttakendur lítil ferðagrill, sem koma til með að nýtast vel í sumar.

Vel heppnaður Landnemaskóli í Fjallabyggð - lýkur í dag

Í dag lýkur Landnemaskólanum í Fjallabyggð með formlegum hætti en hann hófst í nóvember sl. Níu nemendur frá Siglufirði og Ólafsfirði hafa stundað þar nám. Guðný S. Ólafsdóttir verkefnastjóri er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist.

Ritarinn skellti sér í smáskipanám

Það er gömul saga og ný að það er aldrei of seint að setjast á skólabekk og auka og endurnýja sinn viskubrunn. Kristjana Friðriksdóttir, sem starfar sem ritari hjá SÍMEY, lét gamlan draum rætast og dreif sig í janúar sl. í smáskipanám í Skipstjórnarskóla Tækniskólans í Reykjavík. Námið tók hún að stærstum hluta í fjarnámi en var í einni fjögurra daga námslotu syðra.

Þjónustuliðar - nýtt nám hjá SÍMEY

Í byrjun febrúar var hleypt af stokkunum nýju námi hjá SÍMEY sem kallast Þjónustuliðar. Um er að ræða grunnnám sem er ætlað fólki sem starfar t.d. við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun eða í matvælaiðnaði. Námið er einingabært og byggir á námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.