Fréttir

Útskrift hjá SÍMEY

Miðvikudaginn 18. desember kl. 17:00 verður útskrift hjá SÍMEY. Þeir nemendur sem útskrifast eru beðnir um að koma kl. 16:30 í myndatöku. Hlökkum til að sjá þig. Starfsfólk SÍMEY

Kynningarfundur um raunfærnimat í málmsuðu

Hefur þú starfað við málmsuðu í þrjú ár eða lengur og vilt ljúka námi í faginu? Þá gæti raunfærnimat verið fyrir þig! Hefur þú starfað við málmsuðu í þrjú ár eða lengur og vilt ljúka námi í faginu? Áhugasömum er bent á að hafa samband við SÍMEY í síma 460 5720 eða með því að senda fyrirspurn á betty@simey.is eða valgeir@simey.is Skráning á kynningarfundinn fer fram á heimasíðu www.simey. is Raunfærnimat miðar að því að meta færni og þekkingu sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið. Að loknu raunfærnimati fara þátttakendur í skóla og ljúka því námi sem eftir stendur til að útskrifast. Inntökuskilyrði í raunfærnimat eru þriggja ára starfsaldur í greininni og 25 ára lífaldur. Kynningarfundur verður mánudaginn 26. ágúst kl. 17:00 í SÍMEY, Þórsstíg 4, Akureyri. Áhugasömum er bent á að hafa samband við SÍMEY í síma 460 5720 eða með því að senda fyrirspurn á betty@simey.is eða valgeir@simey.is Skráning á kynningarfundinn fer fram á heimasíðu www.simey. is

Búddha hugleiðsla

Mikil aðsókn var á námskeið sem haldið var að frumlagi tælenskra kvenna í Eyjafirði. Þær tóku sig saman og fengu búddhamunk til að koma til Akureyrar og kynna fyrir fólki inntak búddhatrúarinnar og helstu tækni í hugleiðslu. Ákveðið var að bjóða upp á fleiri tíma og því mun hann verða áfram dagana 18. og 19. júní. Allir eru boðnir velkomnir, bæði þeir sem sátu hitt námskeiðið sem og nýir þátttakendur. Þú getur skráð þig hér

Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum

Nám og þjálfun hefst.

Kynning á DASK

Þann 10. júní hélt SÍMEY kynningarfund á Nordplusverkefninu Digitale aftenskoler i Skandinavia, DASK. Verkefnið sem SÍMEY vinnur ásamt DOF Lillebælt í Danmörku og Studieforbundet næring og samfunn í Noregi. Verkefnið gegnur út á að efla fjarnám í dreifðum byggðum og hafa þessir samstarfsaðilar gert fjarnám fyrir kennara sem hyggjast kenna fjarnámskeið. Reiknað er með að búið verði að þýða og staðfæra námskeiðið fyrir Ísland á næsta ári.

Samherji lýkur Marksviss þarfagreiningu í samstarfi við SÍMEY

Samherji hefur í samstarfi við SÍMEY lokið MARKVISS þarfagreiningu innan fyrirtækisins fyrir starfsmenn landvinnslu. Verkefnið kallast Fræðslustjóri að láni og hefur verið styrkt af Landsmennt. Hugmyndafræðin er sú að stýrihópur starfsmanna undir handleiðslu ráðgjafa frá SÍMEY hefur fundað og leitað leiða til að kanna hvað fyrirtækið vantar varðandi sí og endurmenntun og á hvaða hátt hægt er að stuðla að uppbyggingu innan vinnustaðarins. Í verkefninu hefur verið leitað til hins almenna starfsmanns m.a. með viðhorfskönnunum sem mæla líðan í starfi, einnig er leitað  eftir eftirspurn varðandi þjálfun. Fyrirtækið mun skipuleggja nám og námsleiðir í samstarfi við SÍMEY. Samherji hf. er í hópi umsvifamestu sjávarútvegsfyrirtækja landsins og rekur öflugar landvinnslur bæði á Dalvík og Akureyri.

Flokkstjórar vinnuskólans á námskeiði hjá SÍMEY

Sextíu flokkstjórar Vinnuskólanna á Akureyri og Dalvíkur- og Fjallabyggð voru á námskeiði hjá SÍMEY vikuna 4 - 7 júní. Þetta námskeið er hluti af undirbúningi sumarsins þar sem m.a. er fjallað um líkamsbeitingu, réttindi og skyldur, skyndihjálp, umhirðu opinna svæða og Blátt áfram fjallaði um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

Útskrift hjá SÍMEY

Fjöldi nemenda útskrifaðist úr hinum ýmsum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fimmtudaginn 6. júní auk þess luku um 40 nemendur raunfærnimati í iðngreinum          

Búddha hugleiðsla