Fréttir

Starfsmenn Grunnskóla Akureyrar á námskeiði

Fimmta  árið í röð tekur SÍMEY þátt í sí- og endurmenntun skólaliða, stuðningsfulltrúa, ritara, húsvarða og matráða í  grunnskólum Akureyrar með námskeiðinu  „Að verða hluti af heild“. Mikil ánægja hefur verið með þetta námskeið og má segja að það sé orðið hluti af starfsdögum grunnskólanna. Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla og hvetja starfsmenn í kröfuhörðum störfum fyrir komandi vetur. Það er von og trú allra sem að þessu verkefni  koma að vel hafi tekist til og skili þátttakendum uppbyggilegri fræðslu sem hægt er að nýta í starfi.Efla skólasamfélagið þannig að starfsmenn grunnskólanna geti dafnað í starfi og veitt nemendum sem besta þjónustu. Námskeiðið var haldið dagana 17. til 20.ágúst og í þetta sinn tóku um 120 starfsmenn þátt í 9 klukkustunda námskeiði þar sem fjallað meðal annars er um samskipti á vinnustað, frímínútnagæslu og leikjastjórnun, og reiðistjórnun/agastjórnun.  Leiðbeinendur hafa allir mikla og víðtæka þekkingu á sínu sviði. Öllum þátttakendur bauðst að sækja viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til að skoða frekari möguleika til sí- og endurmenntunar að námskeiði loknu. Við hjá SÍMEY og Akureyrarbæ þökkum þátttakendum og leiðbeiendum kærlega samstarfið á námskeiðinu og óskum starfsfólki velfarnaðar í sínum störfum á komandi vetri.   Námskeiðið styrkja Sveitamennt og Mannauðssjóður Kjalar starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni.Námskeið

Breytingar hjá Fjölmennt

SÍMEY hefur um nokkurra ára skeið haft umsjón með námskeiðahaldi fyrir Fjölmennt- fullorðinsfræðslu fatlaðra á starfssvæði miðstöðvarinnar.

Anna Lóa ráðin til SÍMEY

SÍMEY hefur fengið til liðs við sig Önnu Lóu Ólafsdóttur, sem tekur við starfi verkefnastjóra, náms- og starfsráðgjafa hjá miðstöðinni. Hún tekur við keflinu af Heimi Haraldssyni 1. september nk. En SÍMEY þakkar Heimi frábært samstarf og óskar honum farsældar á nýjum vettvangi.

FRÍ 19. júní!

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna, verður starfsfólk SÍMEY í fríi föstudaginn 19. júní. Opnun galvösk eftir helgi. Gleðilega hátíð!

Háskólabrú Keilis á Akureyri

Háskólabrú Keilis er í boði á Akureyri. Sjá nánar á heimasíðu Keilis hér

Lifðu núna! Mindfullness byltingin !

Mindfulness byltingin er komin til Akureyrar

Starfsfólk SÍMEY verður í námsheimsókn í Kaupmannahöfn vikuna 16.-20.mars.

Starfsfólk SÍMEY verður í námsheimsókn í Kaupmannahöfn vikuna 16.-20. mars. Helgi Kristinsson verður með viðveru milli 08:00 - 16:00 og má ná í hann í síma 896-5383. 

Adobe lightroom

Kennsla í notkun forritsins Adobe Lightroom til varðveislu mynda og myndvinnslu. Meðal þess sem fjallað verður um er hvernig forritið er byggt upp, notkun lykilorða, skipulag á myndum, litaleiðréttingar og myndvinnsla. Einnig verður farið yfir hvernig forritið má nota samhliða Adobe Photoshop og fjallað um kosti hvors forrits. Lengd: 6 klst. Kennari: Daníel Starrason ljósmyndari Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4 Hvenær: Þriðjudagar 24.febrúar og 3. mars kl. 20:00-23:00 Verð: 14.500 kr. Skráning hér!

Vefurinn næstuskref.is

Næsta skref auðveldar þér að finna upplýsingar um: Störf á íslenskum vinnumarkaði Námsleiðir í boði Raunfærnimat og leiðir í raunfærnimati Náms- og starfsráðgjöf sem þú getur nýtt þér til að átta þig betur á upplýsingunum og skipuleggja næstu skref Hér má finna vefinn