Fréttir

Flokkstjórar Vinnuskólans á námskeiði hjá SÍMEY

Flokkstjórar Vinnuskólans í Eyjafirði verða á námskeiði vikuna 3. - 6. júní hjá SÍMEY. Þátttakendur koma frá Akureyri, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Svalbarðsströnd, Grenivík, Dalvík og Fjallabyggð. Þátttakendur fá fræðslu um réttindi og skyldur, líkamsbeitingu, vinnubrögð við garðslátt, leiðtogaþjálfun, hagnýtar leiðir til þess að vinna með unglingum ofl. Hópurinn var hristur saman með léttu samvinnuverkefni eins og eftirfarandi mynd sýnir

Útskrift hjá SÍMEY

Á fimmtudaginn kemur, 5. júní, munu nemendur útskrifast úr námi frá frá SÍMEY. Útskriftin fer fram kl. 17:00 í Samkomuhúsinu að Hafnarstræti 57.

List án landamæra


Samstarf um tæknifræðinám á háskólastigi

Erla Björg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY, Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari VMA og Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis hafa undirritað samstarfssamning um að þróa fjarnám í tæknifræði á háskólastigi á Akureyri frá og með næsta skólaári.

Fjölmenni á kynningarfundi um raunfærnimat í iðngreinum

Rakel náms- og starfsráðgjafi frá Iðunni fræðslusetri kom og kynnti raunfærnimat í iðngreinum sem er að fara af stað í samstarfi við SÍMEY

Margt að gerast út með firði

Fræðsluárið fer vel af stað hjá SÍMEY út með firði. Íslenskunámskeið fyrir fólk af erlendum uppruna eru í gangi bæði í Fjallabyggð og Dalvík. Hópur nemenda er í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúanám, en um er að ræða svokallaða brú þar sem starfsreynsla er metin á mót námi í bóklegum greinum. Og á núhafinni vorönn byrjaði hópur í félagsliðabrú og koma nemendur í þessar námsleiðir frá Fjallabyggð og Dalvík, kennsla fer fram að meðaltali einu sinni í viku og kennt er til skiptis í byggðarlögunum tveimur. Þá er Starfsmannaskóli Samherja farinn af stað, en sá skóli er ,,námskeiðspakki“ sem starfsfólk Samherja hefur sett saman með aðstoð ráðgjafa hjá SÍMEY. Um er að ræða margvísleg námskeið í tölvum, skyndihjálp, fræðslu fyrir stjórnendur, heilsuvernd o.fl. Um helgina fór svo fram á Dalvík námskeið í hnífasmíði undir stjórn Jóhanns Vilhjálmssonar hnífa- og byssusmiðs. Þar fínunnu þátttakendur hnífsblað og settu á skefti. Árangur námskeiðsins má sjá á meðfylgjandi myndum.