Áframhaldandi samstarf milli grunnskóla Akureyrabæjar og SÍMEY

Frá vinstri:  Arna Jakobína, Soffía og Anna Lóa.
Frá vinstri: Arna Jakobína, Soffía og Anna Lóa.

Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samning um áframhaldandi samstarf milli grunnskóla Akureyrar og SÍMEY um fræðslu fyrir starfsmenn grunnskóla – aðra en kennara. SÍMEY hefur í gegnum árin unnið með Akureyrarbæ varðandi hin ýmsu verkefni er snúa að sí- og endurmenntun starfsmanna. Skóladeild Akureyrar hefur síðastliðin sjö ár verið í samstarfi við SÍMEY varðandi fræðslu fyrir starfsmenn grunnskóla Akureyrarbæjar og hefur verið almenn ánægja með samstarfið. Fræðsluáætlun er unnin í samstarfi við starfsmenn með MARKVISS þarfagreiningu en verkefnið kallast „Að verða hluti af heild“.  Nú er komið að því gera nýja þarfagreiningu fyrir framhald verkefnisins og liður í því var undirritun samningsins sl. föstudag. 
Endurmenntunarsjóðirnir Sveitamennt og Mannauðssjóður Kjalar hafa stutt dyggilega við þetta starf og eru mikilvægir bakhjarlar verkefnisins. 

Meðfylgjandi mynd var tekin að lokinni undirritun samningsins. Frá vinstri: Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar stéttarfélags, Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, og Anna Lóa Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá SÍMEY.