Fréttir

FRÍ 19. júní!

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningarréttar íslenskra kvenna, verður starfsfólk SÍMEY í fríi föstudaginn 19. júní. Opnun galvösk eftir helgi. Gleðilega hátíð!

Háskólabrú Keilis á Akureyri

Háskólabrú Keilis er í boði á Akureyri. Sjá nánar á heimasíðu Keilis hér

Lifðu núna! Mindfullness byltingin !

Mindfulness byltingin er komin til Akureyrar

Starfsfólk SÍMEY verður í námsheimsókn í Kaupmannahöfn vikuna 16.-20.mars.

Starfsfólk SÍMEY verður í námsheimsókn í Kaupmannahöfn vikuna 16.-20. mars. Helgi Kristinsson verður með viðveru milli 08:00 - 16:00 og má ná í hann í síma 896-5383. 

Adobe lightroom

Kennsla í notkun forritsins Adobe Lightroom til varðveislu mynda og myndvinnslu. Meðal þess sem fjallað verður um er hvernig forritið er byggt upp, notkun lykilorða, skipulag á myndum, litaleiðréttingar og myndvinnsla. Einnig verður farið yfir hvernig forritið má nota samhliða Adobe Photoshop og fjallað um kosti hvors forrits. Lengd: 6 klst. Kennari: Daníel Starrason ljósmyndari Hvar: SÍMEY Þórsstíg 4 Hvenær: Þriðjudagar 24.febrúar og 3. mars kl. 20:00-23:00 Verð: 14.500 kr. Skráning hér!

Vefurinn næstuskref.is

Næsta skref auðveldar þér að finna upplýsingar um: Störf á íslenskum vinnumarkaði Námsleiðir í boði Raunfærnimat og leiðir í raunfærnimati Náms- og starfsráðgjöf sem þú getur nýtt þér til að átta þig betur á upplýsingunum og skipuleggja næstu skref Hér má finna vefinn

Höldur og fræðslustjóri að láni

Skrifað var undir samning við Höld bílaleigu um að fá Fræðslustjóra að láni 8. janúar s.l. Höfuðstöðvar Hölds eru á Akureyri, en starfsstöðvar dreifast á Akureyri, Keflavík og Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa u.þ.b. 200 starfsmenn og er mikil áhersla lögð á fræðslumál. Að verkefninu koma starfsmenntasjóðirnir SVS og Landsmennt, en Iðan fræðslusetur kemur einnig að verkefninu og leggja til ráðgjafa ásamt SÍMEY. 

SÍMEY fer í jólafrí

SÍMEY óskar öllum gleðilegra jóla. Starfsfólk SÍMEY mætir til vinnu 5. janúar eftir jólafrí.

Lokað vegna ófærðar í dag 11. des. - skoðum stöðuna um hádegi

Vegna ófærðar verður ekki starfsemi í SÍMEY fyrr en í fyrsta lagi um hádegi. Við munum taka stöðuna þá. Þú getur sent starfsfólki tölvupóst ef það er eitthvað sem þú þarft að fá upplýsingar um. Kv. starfsfólk SÍMEY