Fréttir

Útskrift í raunfærnimati iðngreina og skrifstofugreina

Í vetur hefur raunfærnimat í iðngreinum verið í gangi í samstarfi við VMA og IÐUNA-fræðslusetur. Alls voru þátttakendur sem útskrifuðust  úr iðngreinum 30, með um 700 einingar metnar í eftirtöldum greinum vélstjórn, bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, matartækni, húsasmíði og málarar. Áframhaldandi skráning er í raunfærnimat og verður haldið áfram með verkefnið strax í ágúst. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband eða skrá sig á www.simey.is og undir raunfærnimat. Nýtt verkefni fór af stað í vetur í raunfærnimati skrifstofugreina. Í raunfærnimati skrifstofugreina er lagt mat á reynslu og þekkingu í samanburði við námsskrá Skrifstofubrautar í Menntaskólanum í Kópavogi. Skrifstofubrautin er hagnýtt nám á framhaldsskólastigi (33 einingar) sem miðar að því að veita nemendum almenna þekkingu í greinum sem nýtast við krefjandi störf á skrifstofu.  Alls útskifuðust 18 þátttakendur úr þessu raunfærnimat með 332 einingar metnar.   SÍMEY óskar öllum þessum þátttakendum til hamingju með frábæran árangur.

Raunfærnimat í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og brúarnám við utanverðan Eyjafjörð

Raunfærnimat í leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú og brúarnám við utanverðan Eyjafjörð

Raunfærnimat í málmsuðu

Raunfærnimat í málmsuðu

Markviss þarfagreining hjá Amtsbókasafninu á Akureyri

Markviss þarfagreining hjá Amtsbókasafninu á Akureyri

Að verða hluti af heild- fræðsla fyrir starfsfólk grunnskólanna

Fjórða  árið í röð tekur SÍMEY þátt í sí- og endurmenntun skólaliða, stuðningsfulltrúa, ritara, húsvarða og fleiri starfsstétta í  grunnskólum Akureyrar með námskeiðinu  „Að verða hluti af heild“. Mikil ánægja hefur verið með þetta námskeið og má segja að það sé orðið hluti af starfsdögum grunnskólanna. Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla og hvetja starfsmenn í kröfuhörðum störfum fyrir komandi vetur. Það er von og trú allra sem að þessu verkefni  koma að vel hafi tekist til og skili þátttakendum uppbyggilegri fræðslu sem hægt er að nýta í starfi. Námskeiðið var haldið dagana 19. og 20.ágúst og í þetta sinn tóku um 120 starfsmenn þátt í 8 klukkustunda námskeiði þar sem fjallað meðal annars er um ADHD, einhverfu og asperger, og fjölskylduráðgjöf.  Leiðbeinendur hafa allir mikla og víðtæka þekkingu á sínu sviði og komu frá ADHD samtökunum og frá skóladeild Akureyrarbæjar. Öllum þátttakendur bauðst að sækja viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til að skoða frekari möguleika til sí- og endurmenntunar að námskeiði loknu.Stór hópur þáttakenda nýtti sér það. Við hjá SÍMEY og Akureyrarbæ þökkum þátttakendum og leiðbeiendum kærlega samstarfið á námskeiðinu og óskum starfsfólki velfarnaðar í sínum störfum á komandi vetri.   Námskeiðið styrkja Sveitamennt og Mannauðssjóður Kjalar starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni.

Þarfagreining-Greining á þörf fyrir starfsmenntun á Eyjafjarðarsvæðinu

Greining á þörf fyrir starfsmenntun á Eyjafjarðarsvæðinu

Sóttvarnir í upphafi annar

Við leggjum mikla áherslu á gott aðgengi að sóttvörnum, að húsnæði okkar sé þrifið og sótthreinsað eins og best verður á kosið.   Í ljósi núverandi takmarkana vegna Covid 19 útbreiðslu þá gilda eftirfarandi sóttvarnir í húsnæði SÍMEY:   1 m fjarlægðarregla gildir alls staðar í húsnæði SÍMEY. Grímuskylda er í öllum sameiginlegum rýmum. Grímuskylda er inni í kennslustofum á meðan ekki er setið við borð. Viðhalda skal stífum persónubundnum sóttvörnum á meðan dvalið er í húsnæði SÍMEY. Ef þú ert með kvefeinkenni eða Covid-lík einkenni þá skaltu ekki mæta í húsnæði SÍMEY. Sótthreinsivökvi og sótthreinsiklútar eru aðgengilegir í húsnæði SÍMEY. Hægt er að fá grímur ef þær hafa gleymst. Núverandi reglugerð heilbrigðisráðherra fellur úr gildi þann 27. ágúst og verður staðan í SÍMEY endurmetin samhliða nýjum sóttvarnarreglum stjórnvalda.

Ný og jákvæð sýn á starfsemi símenntunarmiðstöðva

Síðustu þrjá daga hafa þær Helga Rós Sigfúsdóttir og Arna Jakobína Björnsdóttir, sem stunda nú nám í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands, verið í vettvangsnámi í SÍMEY þar sem þær hafa kynnt sér starfsemina frá ýmsum hliðum. Arna Jakobína býr og starfar á Akureyri en Helga Rós er Skagfirðingur og býr og starfar í Varmahlíð. Hún er grunnskólakennari að mennt og hefur síðustu sex ár kennt við Varmahlíðarskóla. Hjá SÍMEY voru þær stöllur undir handleiðslu Önnu Lóu Ólafsdóttur, verkefnastjóra hjá SÍMEY, sem jafnframt er náms- og starfsráðgjafi. Helga Rós segir að liður í náminu í HÍ sé vettvangsnám. Nú þegar hafi hún kynnt sér starf náms- og starfsráðgjafa í grunnskóla og nú hafi röðin verið komin að því að kynnast starfsemi náms- og starfsráðgjafa í símenntunarmiðstöð. „Við hittum alla starfsmenn SÍMEY og þeir sögðu okkur frá því í hverju þeirra starf felst. Ég hef verið að kenna við grunnskóla og viðurkenni það fúslega að ég hafði ekki mikla hugmynd um hvað fælist í starfsemi símenntunarmiðstöðvar eins og SÍMEY og hafði kannski ekki miklar væntingar. En þessir dagar hjá SÍMEY voru frábærir og veittu mér algjörlega nýja og jákvæðari sýn á það sem fram fer hjá símenntunarmiðstöðvunum. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu vel starfsfólkið vinnur saman og starfsemin er mun víðtækari og fjölbreyttari en ég hélt. Sem grunnskólakennari undanfarin sex ár er ég án efa mjög skólamiðuð, ef svo má segja, og átti erfitt með að hugsa út fyrir rammann. En þetta veitti mér alveg nýja sýn á hlutina og það var mjög lærdómsríkt,“ segir Helga Rós. Hún útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 2010 og fór þá strax að kenna. En ákvað síðan í upphafi þessarar haustannar að hella sér í meistaranám í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands og púslar því saman með 85% kennslustöðu í Varmahlíðarskóla. Það er ekki alltaf auðvelt því ekki er boðið upp á fjarnám og því eru ferðirnar ófáar suður yfir heiðar. „Þetta er auðvitað töluvert mál því til viðbótar við grunnskólakennsluna á ég tvö lítil börn. En þetta hefst allt saman með góðu baklandi,“ segir Helga Rós og stefnir að því að starfa sem náms- og starfsráðgjafi að loknu námi, enda sé almennt mikill skortur á þeim.

Átta þjónustuliðar útskrifaðir

Í gær lauk með formlegum hætti námi hjá SÍMEY sem kallast Þjónustuliðar og byggir á námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Átta einstaklingar, skjólstæðingar Fjölmenntar og verkefnisins „Atvinna með stuðningi“, sem er á vegum Vinnumálastofnunar, voru brautskráðir. Upp á þetta nám var nú boðið í fyrsta skipti hjá SÍMEY, en það er ætlað fólki sem starfar t.d. við ræstingar, hreingerningar eða sótthreinsun eða í matvælaiðnaði.