Fréttir

Að skynja hjartsláttinn í heimabyggð

Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim.

Það virkar vel að meta raunfærni fólks

Við erum alltaf að læra. Á hverjum einasta degi söfnum við í sarpinn fjölbreyttri reynslu sem nýtist okkur bæði í leik og starfi. Lífsreynslu okkar fáum við í gegnum fjölskyldulíf, starfið okkar, tómstundir og úr námi, bæði formlegu og óformlegu. Þessi samanlagða reynsla okkar er kölluð raunfærni.

Stuðningur við að komast aftur á fulla ferð í námi

Oft er sagt að draumurinn sé upphaf alls. Draumurinn sé uppspretta þess að upplifa eitthvað nýtt, öðlast skarpari sýn á lífið og tilveruna. Þroskast og verða meira! Þessa dagana láta margir drauminn um menntun rætast með því að skrá sig til leiks hjá símenntunarmiðstöðvum um land allt

Símenntun og atvinnulífið

Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum.

Þrettán nemendur brautskráðir úr náminu "Stökkpalli"

Í gær, 5. janúar, brautskráði SÍMEY þrettán nemendur á aldrinum 20-30 ára úr náminu „Stökkpalli“. Námið, sem er ætlað þeim sem hafa horfið frá námi og/eða eru án atvinnu, hófst 19. október sl. og var í það heila 180 klukkustundir.

Boðið upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra - samstarfssamningur SÍMEY og Ekils ökuskóla

Á grunni samnings milli SÍMEY og Ekils ökuskóla á Akureyri, sem var staðfestur í dag, verður boðið upp á endurmenntunarnámskeið fyrir atvinnubílstjóra í SÍMEY núna á vormisseri.

SÍMEY brautskráði 57 nemendur í dag

Í dag brautskráði Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar 57 nemendur af ýmsum námsbrautum við hátíðlega athöfn í húsakynnum SÍMEY við Þórsstíg.

SÍMEY hefur umsjón með hæfnigreiningum í fiskvinnslu

SÍMEY hefur að undanförnu unnið að svokallaðri hæfnigreiningu á tveimur störfum í fiskvinnslu – annars vegar starfi flokksstjóra og hins vegar starfi gæðaeftirlitsmanns. Hæfnigreiningar eru liður í því að skilgreina menntunarþarfir viðkomandi starfshóps og um leið að festa á blað greinargóða lýsingu á því sem viðkomandi starf felur í sér.

Nemendur sýna myndverk sín í "Gallerí SÍMEY"

Um liðna helgi var formlega opnuð myndlistarsýning nemenda í náminu „Fræðsla í formi og lit“, 200 klukkustunda nám sem þátttakendur hófu í janúar sl. og ljúka formlega með útskrift 18. desember nk.

Stórt og mikilvægt verkefni

Í mörgum tilfellum er það stórt skref fyrir fólk sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólagöngu að setjast aftur á skólabekk og sækja sér aukna menntun. Ótal spurningar vakna, eins og t.d.; „á ég eitthvert erindi á skólabekk eftir öll þessi ár?“ eða „ræð ég nokkuð við þetta verkefni?“