Saga Travel tekur þátt í fræðslu í ferðaþjónustu

Fyrirtækið Saga Travel á Akureyri tekur þátt í tilraunaverkefninu “Fræðsla í ferðaþjónustu” og hefur gert samstarfssamning við Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Hæfnisetur ferðaþjónustunnar þess efnis. SÍMEY sér um framkvæmd greininga og fræðslu í samstarfi við Hæfnisetrið.  Starfsmenntastjóðirnir Landsmennt, Starfsafl og Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks kosta verkefnið undir merkjum Fræðslustjóri að láni og liggur þar fyrir þríhliðasamningur milli SÍMEY, Saga Travel og sjóðanna.

Samningurinn tekur strax gildi og er hann til sextán mánuða, til júlí 2020. Samningurinn er víðtækur en rauði þráðurinn í honum er fræðsla fyrir starfsmenn Saga Travel. Myndaður verður stýrihópur innan fyrirtækisins sem mun vinna að verkefninu með Kjartani Sigurðssyni og Emil Bjarkar Björnssyni, verkefnastjórum SÍMEY og Hildi Betty Kristjánsdóttur, starfsmanni Hæfniseturs ferðaþjónustunnar.

Meðal þess sem verður unnið í þessu tilraunaverkefni er að setja upp fræðsluáætlun fyrir Saga Travel. Það verður gert í kjölfar vinnu stýrihópsins innan fyrirtækisins og áðurgreindra sem stýra verkefninu fyrir hönd SÍMEY og Hæfnisetursins.