Höldur og fræðslustjóri að láni
13.janúar 2015
Skrifað var undir samning við Höld bílaleigu um að fá Fræðslustjóra að láni 8. janúar s.l. Höfuðstöðvar
Hölds eru á Akureyri, en starfsstöðvar dreifast á Akureyri, Keflavík og Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa u.þ.b. 200 starfsmenn og er
mikil áhersla lögð á fræðslumál. Að verkefninu koma starfsmenntasjóðirnir SVS og Landsmennt, en Iðan fræðslusetur kemur einnig
að verkefninu og leggja til ráðgjafa ásamt SÍMEY.