Fréttir

Flokkstjórar vinnuskólans á námskeiði hjá SÍMEY

Sextíu flokkstjórar Vinnuskólanna á Akureyri og Dalvíkur- og Fjallabyggð voru á námskeiði hjá SÍMEY vikuna 4 - 7 júní. Þetta námskeið er hluti af undirbúningi sumarsins þar sem m.a. er fjallað um líkamsbeitingu, réttindi og skyldur, skyndihjálp, umhirðu opinna svæða og Blátt áfram fjallaði um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

Útskrift hjá SÍMEY

Fjöldi nemenda útskrifaðist úr hinum ýmsum námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins fimmtudaginn 6. júní auk þess luku um 40 nemendur raunfærnimati í iðngreinum          

Búddha hugleiðsla


Leiðbeinendur SÍMEY á námskeiði

Föstudaginn 17. maí bauð SÍMEY leiðbeinendum sínum á svokallað Stiklunámskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Á námskeiðinu var rætt um nauðsyn og gildi þess að notast við ólíkar aðferðir við að meta árangur nemenda. SÍMEY þakkar leiðbeinendum sínum góða þátttöku. 

Framverðir í ferðaþjónustu Dalvíkurbyggð

Námskeið fyrir afgreiðslufólk í verslunum, hótelum og gistiheimilum, söfnum og hvar sem ferðamenn kunna að sækja þjónustu og leita upplýsinga. Í fyrri hluta námskeiðsins er fjallað um hvernig við mætum þörfum og óskum ferðamanna um góða þjónustu. Í síðari hluta námskeiðsins er farið yfir átthagafræði Dalvíkurbyggðar og leitast við að veita þátttakendum innsýn í þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem í boði er á svæðinu. Skráning er hér

Útskrift hjá SÍMEY verður þann 6. júní kl. 16:30

SÍMEY mun útskrifa fimmtudaginn 6. júní kl. 16:30

Stiklunámskeið fyrir kennara og leiðbeinendur

Fjölbreytilegar matsaðferðir í fullorðinsfræðslu. Skráning hér

Talnámskeið í íslensku fyrir útlendinga

Ætlað þeim sem hafa áður sótt námskeið í íslensku og/eða þeim sem hafa nokkra undirstöðu. Áhersla er lögð á orðaforða og talmál í tengslum við daglegt líf nemenda. Sjá nánar um námskeiðið hér

Útskrift - Grunnmenntaskóli fyrir fiskvinnslufólk.

Þessi glæsilegi hópur fiskvinnslufólks hjá Gjögri á Grenivík lauk fyrir skömmu námi í Grunnmenntaskóla fyrir fiskvinnslufólk, sérhæfður fiskvinnslumaður. Námskeiðið er 60 kennslustundir og var kennt dagana 2. – 12. apríl. Á myndinni með nemendum er Nanna Bára aðal fagkennari námskeiðsins og Emil Björnsson sem sá um skipulag námskeiðsins fyrir hönd SÍMEY. Sannarlega flott framtak hjá Gjögri að koma þessu námskeiði á koppinn og vonandi kemur það vinnslunni til góða að efla fagmenntun starfsfólksins.