Flokkstjórar vinnuskólans á námskeiði hjá SÍMEY
07.júní 2013
Sextíu flokkstjórar Vinnuskólanna á Akureyri og Dalvíkur- og Fjallabyggð voru á námskeiði hjá SÍMEY vikuna 4 - 7
júní. Þetta námskeið er hluti af undirbúningi sumarsins þar sem m.a. er fjallað um líkamsbeitingu, réttindi og skyldur,
skyndihjálp, umhirðu opinna svæða og Blátt áfram fjallaði um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.