SAk og SÍMEY í samstarf

SÍMEY og SAk (Sjúkrahúsið á Akureyri) mun fara í samstarf varðandi fræðslu fyrir þá starfsmenn sem eru í ræstingu, býtibúri og mötuneyti. Þetta samstarf kemur í framhaldi af Fræðslustjóra að láni- verkefni sem unnið hefur verið að á þessu ári. Þar sem þarfir þessa hóps voru til símenntunar og annarar uppbyggingar voru skoðaðar. Ríkismennt hefur styrkt þessa vinnu og það námskeiðahald sem framundan er á næsta ári. Sú fræðsla tekur til öryggismála, tölvufærni, samskipta/liðsheild og fleira.