IPAD og Viský

Hátt í 40 manns sóttu námskeið sem Eining Iðja stóð fyrir í samstarfi við SÍMEY í vikunni. Snorri Guðvarðarson hélt Viskýnámskeið sem var afar vel heppnað og Dóróthea Jónsdóttir hélt grunnnámskeið í notkun spjaldtölvunnar. Almenn ánægja var á meðal þátttakenda og áhugi fyrir frekari lærdómi á þessum sviðum.

Eining Iðja hefur á undanförnum misserum verið í samstarfi við SÍMEY um námskeiðaframboð fyrir sína félagsmenn sér að kostnaðarlausu. Fleiri námskeið verða eftir áramót.