Markviss þarfagreining hjá Amtsbókasafninu á Akureyri

Markviss þarfagreining hjá Amtsbókasafninu á Akureyri

Síðastliðinn vetur vann stýrihópur starfsmanna Amtsbókasafnins undir handleiðslu Markviss ráðgjafa frá SÍMEY að greiningu á fræðslu og endurmenntunarþörf starfsmanna. Alls voru haldnir 8 vinnufundir og tveir sameiginlega með öllum starfsmönnum. Meðal annars var lögð fyrir starfsmenn viðhorfskönnun þar sem spurt var út í endurmenntunarþörf, líðan í starfi, vinnuaðstæður og fleira. Verkefninu lauk með kynningu fyrir starfsmenn  á fræðsluáætlun til tveggja ára. Var fyrsta námskeiðið haldið í vor. SÍMEY mun síðan halda utan um fræðslustarf Amtsins í framhaldinu.

Markviss ráðgjafar SÍMEY þakka starfsmönnum Amtsins, stjórnendum og stýrihóp frábært samstarf í verkefninu.