Opnum aftur 4.maí

Í framhaldi af reglugerð heilbrigðisráðherra á rýmkun samkomubanns þá opnum við aftur húsnæði okkar og námsver. Þessi opnun er háð ákveðnum takmörkunum sem má lesa um hér https://www.simey.is/is/moya/page/covid-19

Hluti af námi okkar heldur áfram í fjarnámi en annað klárar staðbundið. Verkefnastjórar og ráðgjafar hafa verið í sambandi við þátttakendur og kennara vegna þessara breytinga. Ef eitthvað er óskýrt þá að hafa samband.

Við hvetjum áfram til rafrænna samskipta. Í síma, tölvupósti og einnig að nýta ykkur netspjallið.

Einnig bendum við á þann möguleika að bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjafa, viðtalið getur farið fram staðbundið eða í gegnum netið. Sjá

https://outlook.office365.com/owa/calendar/SmenntunarmistEyjafjarar@simey.is/bookings/