Fréttir

Búddha hugleiðsla


Leiðbeinendur SÍMEY á námskeiði

Föstudaginn 17. maí bauð SÍMEY leiðbeinendum sínum á svokallað Stiklunámskeið á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Á námskeiðinu var rætt um nauðsyn og gildi þess að notast við ólíkar aðferðir við að meta árangur nemenda. SÍMEY þakkar leiðbeinendum sínum góða þátttöku. 

Framverðir í ferðaþjónustu Dalvíkurbyggð

Námskeið fyrir afgreiðslufólk í verslunum, hótelum og gistiheimilum, söfnum og hvar sem ferðamenn kunna að sækja þjónustu og leita upplýsinga. Í fyrri hluta námskeiðsins er fjallað um hvernig við mætum þörfum og óskum ferðamanna um góða þjónustu. Í síðari hluta námskeiðsins er farið yfir átthagafræði Dalvíkurbyggðar og leitast við að veita þátttakendum innsýn í þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem í boði er á svæðinu. Skráning er hér

Útskrift hjá SÍMEY verður þann 6. júní kl. 16:30

SÍMEY mun útskrifa fimmtudaginn 6. júní kl. 16:30

Stiklunámskeið fyrir kennara og leiðbeinendur

Fjölbreytilegar matsaðferðir í fullorðinsfræðslu. Skráning hér

Talnámskeið í íslensku fyrir útlendinga

Ætlað þeim sem hafa áður sótt námskeið í íslensku og/eða þeim sem hafa nokkra undirstöðu. Áhersla er lögð á orðaforða og talmál í tengslum við daglegt líf nemenda. Sjá nánar um námskeiðið hér

Útskrift - Grunnmenntaskóli fyrir fiskvinnslufólk.

Þessi glæsilegi hópur fiskvinnslufólks hjá Gjögri á Grenivík lauk fyrir skömmu námi í Grunnmenntaskóla fyrir fiskvinnslufólk, sérhæfður fiskvinnslumaður. Námskeiðið er 60 kennslustundir og var kennt dagana 2. – 12. apríl. Á myndinni með nemendum er Nanna Bára aðal fagkennari námskeiðsins og Emil Björnsson sem sá um skipulag námskeiðsins fyrir hönd SÍMEY. Sannarlega flott framtak hjá Gjögri að koma þessu námskeiði á koppinn og vonandi kemur það vinnslunni til góða að efla fagmenntun starfsfólksins.

Velkomin í gallerí SÍMEY - konurnar sex

Velkomin í gallerí SÍMEY. Þar sýna Áslaug Gísla, Ásta Eggerts, Fríða Þorleifs, Guðrún Ágústs, Jónheiður Þorsteins og Lísa Sigurðar og kalla þær sig konurnar sex. Sýningin er frá 9. febrúar - 23. mars.

SÍMEY fær EQM gæðavottun

Þann 11. febrúar fékk SÍMEY EQM gæðavottun. Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins birtir frétt afhendinguna, sjá hér