Fréttir

Vorönnin að fara af stað hjá SÍMEY

Fjöldi námskeiða í boði hjá SÍMEY vorönnina 2013. Er eitthvað sem hentar þér?

Frétt N4 um útskrift úr Hljóð- og kvikmyndasmiðju

Frétt N4 um útskrift úr Hljóð- og kvikmyndasmiðju má sjá á eftirfarandi hlekk

Hárið - námskeið

SÍMEY og Theodóra Mjöll höfundur bókarinnar bjóða upp á námskeið í hárgreiðslum. Farið  verður í einfaldar og flottar hárgreiðslur sem allir geta lært. Hárið inniheldur uppskriftir af  yfir 70 hárgreiðslum, allt frá venjulegu tagli yfir í árshátíðargreiðslur. Einnig er ýtarlegur kafli í byrjun bókarinnar þar sem öllum spurningum um hár og hárumhirðu er svarað. Bókin „Hárið“ verður á sérstöku tilboði á námskeiðinu. Tvö námskeið verða í boði sunnudaginn 2. desember  kl. 12:00 og kl. 15:00 Námskeiðsgjald 5000 kr. Skráning fer fram á heimasíðu SÍMEY, www.simey.is eða í síma 460-5720 Skráning á námskeið kl. 12 er hér Skráning á námskeið kl. 15 er hér

Bókasafnsheimsókn á Dalvík

Nemendur í íslensku fyrir útlendinga á Dalvík brugðu undir sig betri fætinum og skelltu sér á bókasafn.

Námskeiðslok í íslensku fyrir útlendinga

Um 30 þátttakendur voru á námskeiðum í íslensku fyrir útlendinga. Síðasta daginn komu allir með eitthvert góðgæti og nuta samvista saman fram á kvöld.

Blóðbað í barnaherberginu

Næstkomandi laugardag, 29. september kl 16 -18, verður fjallað um áhrif óhóflegrar tölvunotkunar á unglinga og börn. Aðgangur ókeypis

Samstarfsverkefni Fjölsmiðjunnar og SÍMEY

Samstarfsverkefni SÍMEY og Fjölsmiðjunnar gekk vel og eitt af verkefnunum var að taka móti nemendum sem stunda nám við skólann Kyrre í Bergen í Noregi

Útskrift úr sumarnámi hjá SÍMEY

Hópur nemenda útskrifaðist úr sumarnámi hjá SÍMEY 30. ágúst.

Starfsmenn grunnskólana á námskeiði hjá SÍMEY

Þriðja árið í röð tekur SÍMEY þátt í sí- og endurmenntun annarra starfsmanna grunnskóla Akureyrar með námskeiðinu Að verða hluti af heild. Mikil ánægja hefur verið með þetta námskeið og má segja að það sé orðið hluti af starfsdögum grunnskólanna. Tilgangurinn með námskeiðinu er að efla og hvetja starfsmenn í kröfuhörðum störfum fyrir komandi vetur. Það er von og trú allra sem að þessu verkefni  koma að vel takist til og skili þátttakendum uppbyggilegri fræðslu sem hægt er að nýta í starfi. Um er það ögrandi verkefni fyrir starfsmenn SÍMEY að taka á móti svo kraftmiklum hópi starfsmanna Akureyrarbæjar í sí-og endurmenntun. Í þetta sinn taka 120 starfsmenn þátt í 15 klukkustunda námskeiði þar sem meðal annars er fjallað um ADHD, fíkniefni og einkenni neyslu, lesblindu, þjónustu og líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Leiðbeinendur á námskeiðunum hafa allir mikla reynslu á sínu sviði. Öllum þátttakendur býðst að sækja viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa til að skoða frekari möguleika til sí- og endurmenntunar að námskeiði loknu. Námskeiðið styrkja Mannauðssjóður Kjalar og Sveitamennt  starfsmenntunarsjóður starfsmanna sveitarfélaga á landsbyggðinni.

Nemendur Fjölmenntar gefa Akureyrabæ listaverkið „Ég kemst“

Nemendur á námskeiðinu Leikfangasmíð afhentu bæjarstjóra Akureyrar, Eiríki Birni Björgvinssyni, listaverkið „Ég kemst“ í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins nú í ár. Verkið unnu nemendur í samstarfi við Brynhildi Kristinsdóttur. Það á að minna okkur á að ef við setjum okkur raunhæf markmið, tökum eitt skref í einu og vöndum okkur þá komumst við þangað sem við ætlum okkur.