Spennandi námskeið fyrir ferðaþjónustuaðila hefst 21.október

Námskeiðið hefst 21.október, vikuleg myndbönd og verkefni.
5 vikna fjarnám og vinnustofa þann 19.nóvember kl.13-17


Námskeiðið er ætlað aðilum í ferðaþjónustu til að skapa sér sess á netinu. Það nýtist sérstaklega einyrkjum og smærri fyrirtækjum án markaðsdeildar til að uppgötva nýjar leiðir til að einfalda alla vinnu við markaðsmál, vöruþróun og samskipti við viðskiptavini á netinu.
Hvað er tekið fyrir?
Fjallað verður um hagnýtar markaðsaðgerðir, virkni Tripadvisor.com og Facebook og samspil þessara miðla. Skoðuð verða dæmi um frábæra umsagnarækt og tækifæri til úrbóta.

Hvað mun ég læra á námskeiðinu?
Að námskeiði loknu munu þátttakendur hafa skýr svör við eftirfarandi spurningum:
•Hvað eru mikilvægustu markaðsaðgerðirnar fyrir mitt fyrirtæki?
•Á hverju byggja aðgerðir sem eru bæði einfaldar og áhrifamiklar?
•Hvernig finn ég tíma til að sinna markaðsmálum?

•Námskeiðið hefst 21.október með fjarnámi - nemendur fá senda tölvupósta 5 x í viku með kennslumyndböndum og verkefnum.
•Námskeiðinu lýkur með vinnustofu 6 kennslustundir, t.d. frá kl. 13-17 á fimmtudaginn 19.11. kl.13-17

Kennari: Helgi Þór Jónsson frá Sponta 

Vinnulotan fer fram 19.11, kl.13-17 í SÍMEY, Þórsstíg 4

Verð: 39.000 kr.

 Allar frekari upplýsingar hjá SÍMEY og skráning s.4605720 eða á www.simey.is - starfsnám