Leikhópurinn Fjórar kátar konur með frábæra sýningu

Fjölmennt/SÍMEY hélt á dögunum leiklistar-og spunanámskeið á Siglufirði. Í lok námskeiðs hélt leikhópurinn „Fjórar kátar konur“ leiksýninguna Rauðhettu og úlfurinn í Bláa húsinu á Siglufirði. Að sýningu lokinni gafst áhorfendum kostur á að spyrja þátttakendur spurninga. Var m.a. spurt um upplifun þátttakenda á því að taka þátt í svona uppfærslu.  Svöruðu allir þátttakendur því til að þetta hefði gefið þeim mjög mikið og allt námskeiðið hefði verið mjög skemmtilegt.  

Sýningin heppnaðist svo vel að leikhópnum var boðið að sýna leikritið í Tjarnaborg á Ólafsfirði. Sýningin verður haldin fimmtudaginn 11. desember, kl. 16. Allir velkomnir á sýninguna og við hvetjum sem flesta til að nýta sér það tækifæri og sjá þessa frábæru sýningu.

Leikhópinn Fjórar kátar konur skipa Anna Kristinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Hugljúf Sigtryggsdóttir og  Kristín A. Friðriksdóttir. Leiðbeinandi og leikstjóri var Anna Ríkharðsdóttir.