SÍMEY og Gerum betur í samstarfi um vefnámskeið

Flest þau námskeið sem Gerum betur býður upp á í samstarfi við SÍMEY tengjast ferðaþjónustu á einn e…
Flest þau námskeið sem Gerum betur býður upp á í samstarfi við SÍMEY tengjast ferðaþjónustu á einn eða annan hátt.

Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og fyrirtækið Gerum betur hafa gert með sér samstarfssaming sem felur í sér að Gerum betur býður upp á stafræn námskeið í gegnum heimasíðu sína www.gerumbetur.is. Um er að ræða sjö námskeið sem flest tengjast ferðaþjónustunni. Upplýsingar um námskeiðin eru á heimasíðum SÍMEY og Gerum betur. Námskeiðin eru:

Erfiðir viðskiptavinir og kvartanir
Gestgjafinn og erlendir gestir
Góð ráð í þjónustusímsvörun
Góð ráð í tölvupóstsamskiptum
Master Tourist’s Cultural Differences
Food Allergy
Kitchen Crimes (Food safety)

Félagsmenn í Einingu Iðju geta tekið námskeiðin sér að kostnaðarlausu enda greiða starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt, Ríkismennt og Landsmennt námskeiðsgjöld. Félagsmenn í öðrum stéttarfélögum sem falla undir fjármögnun þessara starfsmenntasjóða geta einnig sótt um til Gerum betur að fá aðgang að námskeiðunum.