Góð ráð í þjónustusímsvörun - Gerum Betur

Flokkur: vefnámskeid

Fjallað er um hvernig á að veita afbragðsþjónustu í gegnum síma. Kennd eru ýmis  gagnleg ráð til að hafa samtöl faglegri og um leið hnitmiðaðra. Farið er yfir tækni sem má nota í samskiptum við erfiða einstaklinga í síma.  Námskeiðið er byggt upp með leiknum vídeóum, krossaspurningum og verkefnum.

Þátttakendur fá rafbókina 20 góð ráð í þjónustusímsvörun  og gátlista yfir lykilþætti í þjónustusímsvörun. Þátttakendur fá einnig 4 vikum eftir námskeiðslok sendan tölvupóst með áminningu um mikilvæga þætti í þjónustusímsvörun.

Markmið:

  • Stýra og stytta samtöl.
  • Þekkja algeng mistök í þjónustusímsvörun.
  • Læra ýmis ráð í samskiptum við erfiða einstaklinga.
  • Efla öryggi í samskiptum og fagmennsku.

 

Námskeiðið er opið í 4 vikur.

Lengd: Allt að 2 klst. Lestur rafbókar getur farið fram fyrir eða eftir námskeið og tekur u.þ.b. einn dag.

 

Með því að nota kóðann: simey fá þátttakendur 20% afslátt af verði námskeiðs. 

 

Skráning fer fram hér: https://gerumbetur.is/product/20-god-rad-i-thjonustusimsvorun-vefnamskeid/

Hvetjum fólk til að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum !

Heiti námskeiðs Dags Dagar Tími Staðsetning Verð