Stjórnendaráðgjöf

Starf stjórnenda hjá fyrirtækjum er í senn gefandi og krefjandi. Í samtölum okkar við stjórnendur kemur oftar en ekki upp að verkefni tengd starfsmannamálum og mannauðsmálum eru gjarnan þau sem fela í sér hvað mesta áskorun. SÍMEY býður stjórnendum upp á ráðgjöf í mannauðs- og starfsmannamálum. Við leiðbeinum stjórnendum í atriðum varðandi stefnumótun, stjórnunarstíl og öðrum þeim þáttum sem lúta að einstaklingnum sem leiðtoga innan hópsins.

Frekari upplýsingar varðandi fyrirtækjaþjónustu SÍMEY gefa:
Ingunn Helga - 460-5727 - ingunn@simey.is