Markviss þarfagreining

SÍMEY hefur mikla reynslu í gerð þarfagreininga fyrir bæði lítil og stór fyrirtæki. Stuðst er við þarfagreininguna Markviss sem er greiningaraðferð til að vinna að starfsmannaþróun í fyrirtækjum og stofnunum.

Greiningin er unnin í samstarfi við stjórnendur og starfsmenn sem gefst kostur á að meta þekkingar- og færniþörf innan fyrirtækisins og skipuleggja uppbyggingu og fræðslu í samræmi við matið. 

Ávinningur fyrir fyrirtæki/stofnanir er m.a.:

  • Fræðsluáætlun til nokkurra ára
  • Heildarsýn yfir hæfni starfsmanna
  • Opnar fyrir samskipti stjórnenda og annarra starfsmanna
  • Öflugri starfsmenn
  • Getur verið aðferð til að leysa vandamál

 Ávinningur fyrir starfsmenn:

  • Fræðsla og þjálfun sniðin að þörfum hópsins
  • Aukin meðvitund um eigin styrkleika og veikleika
  • Aukin hæfni á vinnustaðnum
  • Aukið samstarf innan fyrirtækisins
  • Bætt samskipti innan fyrirtækisins
  • Áhugaverðara vinnuumhverfi

 SÍMEY hefur m.a. unnið Markviss þarfagreiningar hjá eftirtöldum fyrirtækjum/stofnunum: 

  • Akureyrarbær-stjórnendur
  • Amtsbókasafnið á Akureyri
  • BM Vallá
  • Brim hf.
  • Velferðarsvið Akureyrarbæjar
  • Bústólpi
  • Dalvíkurbyggð
  • Dalbær - Öldrunarheimili
  • Fjallaskólar
  • Grunnskólar Akureyrar
  • Grýtubakkahreppur
  • Höldur - Bílaleiga Akureyrar
  • Mjólkursamsalan - MS
  • Samherji-landvinnsla
  • Sjúkrahúsið á Akureyri
  • Slippurinn

Frekari upplýsingar varðandi Markviss gefur:
Ingunn Helga, s.4605720 og ingunn@simey.is