Fyrirtækjaþjónusta SÍMEY

Fyrirtækjasvið SÍMEY býður upp á námskeið og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir þar sem þjónustan er aðlöguð að þörfum hvers og eins fyrirtækis/stofnunar. 

Dæmi um þjónustu sem fyrirtækjasvið SÍMEY getur veitt:

  • Fræðslustjóri að láni inn á vinnustaðinn
  • Greining á fræðsluþörfum
  • Gerð fræðsluáætlana
  • Skipulagning á námskeiðum, fyrirlestrum og hópefli
  • Skipulag starfssdaga og stefnumótun á vinnustöðum
  • Aðstoð við styrkumsóknir fyrir fræðslu í fyrirtækjum

 

Styrkir til símenntunar

Fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki til starfsmenntasjóða fyrir allt að 80% af kostnaði við námskeiðahald. Reglur sjóðanna eru mismunandi en starfsfólk okkar getur aðstoðað við umsóknirnar. Þessir styrkir eru fyrir utan einstaklingsstyrki sem starfsmenn geta sjálfir sótt um.

Nokkrir stórir starfsmenntasjóðir hafa sameinast um eina vefgátt, Áttina, sem tekur við umsóknum og fylgigögnum til eins, fleiri eða allra sjóðanna, allt eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna.

 

Vinnustaðaráðgjöf

Vilt þú fá hlutlausan aðila til að koma og ræða við starfsfólkið? Hjá SÍMEY starfa náms- og starfsráðgjafar sem bjóða upp á ráðgjöf fyrir alla, hvort heldur sem er á vinnustaðnum eða í húsnæði okkar á Akureyri og Dalvík.

Ráðgjafar geta m.a. farið yfir líðan í starfi, samskipti á vinnustað, metið fræðsluþörf, færni, persónulega styrkleika og áhugasvið hvers og eins. Allt eru þetta þættir sem stuðla að bættum starfsanda og aukinni færni og þekkingu.

 

Hópefli, starfsdagar og fundir sem skila góðum árangri!

Árangur innan fyrirtækja fer mikið eftir samheldni starfsmanna og má tengja aukin afköst og árangur við traust og góða samvinnu þeirra á milli. En traust og samvinna koma ekki að sjálfu sér og því mikilvægt að nota tíma í að þétta hópinn og hrista hann saman þannig að úr verði enn betra teymi. Láttu okkur um að skipuleggja daginn og við lofum þér glöðum og samheldnum hóp í kjölfarið.

 

Hæfnigreiningar

Verkefnastjórar hjá SÍMEY aðstoða fyrirtæki við að hæfnigreina störf og útbúa starfaprófíla.
Vel skilgreindir starfaprófílar geta nýst fyrirtækjum við ráðningar, starfsþróun, innleiðingu á jafnlaunastaðli, nýliðaþjálfun, frammistöðumat og fleira. Sækja má um styrk til verkefna hjá starfsmenntasjóðum og aðstoða verkefnastjórar SÍMEY við umsóknarferlið.

Í starfaprófíl kemur fram:

  • Stutt skilgreining á starfinu
  • Listi yfir helstu viðfangsefni starfsins
  • Önnur mikilvæg atriði (ef við á)
  • Listi yfir þá hæfnisþætti sem mikilvægastir eru til að starfið sé innt af hendi á árangursríkan hátt ásamt lýsingu á hæfninni á viðeigandi þrepi íslenska hæfnirammans um nám.

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur innleitt viðurkennda aðferð til þess að vinna hæfnigreiningar starfa og hafa verkefnastjórar SÍMEY réttindi til að nota aðferðina. Aðferðin byggir á því að skilgreina starfsgreinar sem heild og því endurspeglar starfaprófíllinn sem til verður starfið eins og það er almennt á íslenskum vinnumarkaði þó svo að útfærsla starfsins geti verið með mismunandi hætti hjá einstökum fyrirtækjum.

Greiningarvinna fer fram skipulögðum vinnufundum með 10–20 þátttakendum úr atvinnulífinu sem þekkja vel til starfsins eða viðkomandi starfsgreinar. Afurðin lýsir þeirri hæfni sem skiptir megin máli í viðkomandi starfi og má nota við hönnun náms fyrir viðkomandi starfsmenn eða sem hvata til starfsþróunar.

Nánari upplýsingar um hæfnigreiningar og starfaprófíla má finna á heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Frekari upplýsingar varðandi fyrirtækjaþjónustu SÍMEY gefa:

Þórdís - 460-5724 - disa@simey.is

Sigurlaug - 460-5727 - silla@simey.is