Viðbrögð við COVID-19

20 mars.

Hér er að finna tengla á fræðslu tengda Covid-19 veirunni á einföldu og myndrænu máli frá Fjölmennt. 

Fræðsluefni frá Fjölmennt

 

 

16.mars 2020-English below

Þann 16. mars tekur gildi samkomubann og takmarkanir á skólahaldi vegna heimsfaraldurs Covid 19 veirunnar. Öllum skrifstofum SÍMEY og námsaðstöðu er því lokað fyrir öðrum en starfsfólki um óákveðinn tíma.

Eftir sem áður verður hægt að ná í starfsfólk SÍMEY í síma og senda því tölvupóst. Einning á samfélagsmiðlum.

Because of the Covid 19 epidemic, The Icelandic Minister of Health has imposed a ban on public events and gatherings and placed restrictions for schools.

SÍMEYoffices and study facilities will therefore be closed until further notice.

During this time, SÍMEY´s staff can be reached by phone and e-mail. Also social media.

 

13. mars 2020 - English below

Ágæti nemandi.

Í kjölfar þess að Heilbrigðisráðherra hefur sett á samkomubann frá og með miðnætti 15. mars hefur SÍMEY ákveðið að grípa til eftirfarandi ráðstaðana.

 • Þau námskeið sem er hægt að færa yfir í fjarkennslu verða kennd í fjarnámi
 • Námskeið sem eru yfir 8 manns og ekki hægt að kenna í fjarnámi verður frestað.
 • Námskeið sem eru undir 8 manns og ekki hægt að kenna í fjarnámi munu halda áfram í staðnámi.

Þessar aðgerðir taka tillit til eftirfarandi þátta í samkomubanninu.

 • Að hafa sem fæsta einstaklinga í húsi
 • Að tryggja að hægt sé að hafa lágmarksfjarlægð 2 metra, á milli einstaklinga í kennslu.

Þetta þýðir að námskeið sem haldin verða í húsi áfram eru eftirfarandi

 • Enska HELP-Start
 • Stærðfræði – Nám og Þjálfun
 • Skref til Sjálfshjálpar í íslensku sem öðru máli

Þau námskeið sem verða kennd í fjarkennslu eru eftirfarandi:

 • Alvöru bókhaldsnámskeið
 • Sölu markaðs- og rekstrarnám
 • Fræðsla í Formi og lit
 • Félagsliðabrú
 • Stuðningsfulltrúabrú.
 • Íslenska sem annað mál.

Þeir nemendur sem eru á þessum námskeiðum munu fá upplýsingar og leiðbeiningar í tölvupósti um það hvernig fyrirkomulag fjarnáms verður.

Öðrum námskeiðum er frestað um fjórar vikur

Vinna við verkefni í raunfærnimati heldur áfram með áherslu á veflæga nálgun

Þjónusta náms- og starfsráðgjafa verður í boði.

Með bestu kveðjum

SÍMEY

 

To the students of SÍMEY.

Responding to new information regarding COVID-19

Dear student.

Following the Minister of Health's ban on gatherings bigger than 100 people, starting on midnight March 15, SÍMEY has decided to take the following measures.

• Courses that can be transferred to online courses will be taught online.

• Courses that are over 8 people and cannot be taught online will be postponed.

• Courses that are under 8 people and cannot be taught online will be taught at Simey.

These actions take into account the following elements of the gathering ban.

• Having as few people in the house as possible

• Ensure that a minimum distance of 2 meters is possible between individuals during lessons.

This means the following courses will be taught as usual in SÍMEY.

• English HELP-Start

• Mathematics – Nám og Þjálfun

• Skref til sjálfshjálpar – Icelandic as a second language

The courses that will be taught in distance education are the following:

 • Alvöru bókhaldsnámskeið
 • Sölu markaðs- og rekstrarnám
 • Fræðsla í Formi og lit
 • Félagsliðabrú
 • Stuðningsfulltrúabrú.
 • Icelandic as a second language.

The students who attend these courses will receive information and instructions via e-mail on how the distance learning arrangement will be.

Other courses are delayed by four weeks

Validation projects will continue with web based empahsis

The service of career counselors will be open.

With best regards

SÍMEY

 

10.mars 2020

Í ljósi þess að nú hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir vegna COVID-19 kórónaveirunnar áréttar almannavarnadeild ríkislögreglustjóra mikilvægi þess að allir fylgi leiðbeiningum sóttvarnarlæknis. Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is

Í ljósi þess að ekki er komið samkomubann og að ekki eru farin að greinast smit hér á svæðinu að svo stöddu mun starfsemi SÍMEY haldast óbreytt eins og staðan er í dag. Við munum fylgjast náið með stöðu mála og uppfæra upplýsingar á heimasíðu SÍMEY eftir þörfum.

Hafinn er undirbúningur að því að færa kennslu í námsleiðum yfir á fjarfundaform ef þörf er á og í samráði við kennara.

Við getum gert margt til að koma í veg fyrir smit og er mjög mikilvægt að við leggjum okkur öll fram við að draga úr útbreiðslu veirunnar.

Fyrst og fremst er lögð áhersla á almennt hreinlæti og að þvo hendur reglulega með sápu og vatni. Handsprittbrúsum hefur verið komið fyrir í inngang og á kaffitorginu. Allir eru hvattir til að nýta sér þá.

Kennarar og nemendur eru beðnir um að fylgjast reglulega með nýjustu upplýsingum um þau svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði. Ef börn eða fjölskyldur þeirra ferðast um þau svæði, þurfa þau að fara í sóttkví samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis.

Einstaklingar sem finna fyrir einkennum og hafa mögulega verið útsettir fyrir smiti t.d. vegna ferðalaga eru hvattir til að hringja í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Þeir sem verið hafa í nánu samneyti við einstaklinga með staðfesta eða líklega sýkingu verða settir í sóttkví og hið sama á við um þá sem ferðast hafa á undanförnum dögum til skilgreindra hættusvæða.

Það er ekki ólíklegt að þeim fjölgi enn sem þurfa að fara í sóttkví og því líklegt að það geti haft áhrif á skólastarfið. Þurfi kennarar að fara í sóttkví gæti orðið breyting á kennsluháttum en við munum leggja okkur fram um að halda uppi skólastarfi eins og kostur er og halda öllum upplýstum.

Ef nemandi eða kennari greinist með COVID-19 veiruna og/eða þarf að fara í sóttkví biðjum við um að haft verði samband tafarlaust við SÍMEY með tölvupósti á simey@simey.is .

 

Með kærri kveðju

Starfsfólk SÍMEY

 

English:

COVID-19 - Information 

As a state of alert has now been issued because of the COVID-19 coronavirus the Department of Civil Protection and Emergency Management emphasizes the importance that everyone follows instructions issued by the Icelandic chief of epidemiology. Newest information can always be found on the web www.landlaeknir.is

First and foremost we emphasize on washing hands often with soap and water. We have put hand sanitizers in various places for staff and students to use.

Individuals who have symptoms and might have been exposed to infection, for example, due to travelling, are encouraged to contact health authorities by calling the number 1700 and get instructions. Those who have been in close contact with individuals that have a confirmed or possible infection will need to go into quarantine, as will those who have recently travelled to areas defined as risk areas.

It is likely that more and more people have to go into quarantine which can influence our schedule. If a teacher needs to go into quarantine we might need you adapt teaching methods or schedule. We will try our best to keep our staff and students informed along the way. 

If a student or a teacher is diagnosed with COVID-19 and/or needs to go into quarantine we kindly ask to promptly inform us  by e-mail simey@simey.is

best regards

The SÍMEY staff