Ánægja í annarlok

Þátttakendur á námskeiðinu og Ahmed kennari fagna annarlokum og þar með fyrsta áfanga námsins.
Þátttakendur á námskeiðinu og Ahmed kennari fagna annarlokum og þar með fyrsta áfanga námsins.

Þann 17. desember sl. lauk fyrsta áfanga samfélagsfræðslu og íslenskunáms sem SÍMEY býður upp á fyrir hóp innflytjenda, kvóttaflóttamanna og hælisleitenda. Ellefu nemendur luku þessum fyrsta áfanga námsins en áfram verður haldið eftir áramót. Kennslan fór fram á arabísku.

Ahmed Essabiani annaðist kennsluna en Kristín Björk Gunnarsdóttir hefur haldið utan um þetta verkefni af hálfu SÍMEY. Hún segir að námið, sem hófst í byrjun október, hafi almennt gengið mjög vel og ánægja hafi verið með það. Í þessum fyrsta áfanga segir Kristín að hafi verið kenndar 40 kennslustundir í íslensku og aðrar 40 kennslustundir í samfélagsfræðslu, þar sem áherslan er á að kynna fyrir fólki ýmislegt er lýtur að grunnþjónustu í íslensku samfélagi, hvernig fólk geti nálgast hina ýmsu þjónustu, um réttindi þess og skyldur o.s.frv.

Sem fyrr segir fór kennslan fram á arabísku. Ahmed Essabiani, sem hefur lengi búið á Íslandi, er frá Marakkó og hefur því arabísku að móðurmáli. Þátttakendur á námskeiðinu voru frá Sýrlandi, Marokkó, Írak og Sómalíu.

Í viðtali hér á heimasíðunni við Ahmed kom fram að hann hefur væntingar til þess að frá og með næsta ári verði unnt að bjóða upp á bæði samfélagsfræðslu og íslenskukennslu á arabísku á netinu. Á því sé mikil þörf því þannig sé unnt að ná til fólks um allt land sem hafi arabísku sem móðurmál.